Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

20. fundur 11. febrúar 2016 kl. 09:00 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 14 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1601382Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 26. janúar 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Krókaleiða ehf. kt. 680403-2360 um rekstrarleyfi fyrir Aðalgötu 14 Sauðárkróki. Gististaður, flokkur II. íbúð. Forsvarsmaður er Þorvaldur Steingrímsson kt 080359-3249. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

2.Gönguskarðsárvirkjun 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1602059Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Jónasar V. Karelssonar kt. 130851-3049, hjá Verkís hf., fyrir hönd Gönguskarðsár ehf. kt. 650106-1130. Umsókn um leyfi til að byggja þrýstivatnsturn Gönguskarðsárvirkjunar á lóðinni Gönguskarðsá 2 landnúmer 223551. Framlögð hönnunargögn unnin á VERKÍS verkfræðistofu, undirrituð af Jónasi V. Karelssyni hönnunarstjóra. Byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráform og veitir jafnframt umbeðið byggingarleyfi.

3.Lundur(146852) - Umsókn um leyfi til niðurrifs

Málsnúmer 1601372Vakta málsnúmer

Lundur í Fljótum landnúmer 146852. Sigurlína Kr. Kristjánsdóttir kt. 130158-3669, eigandi jarðarinnar með bréf i dags. 19. janúar sl. um leyfi til að rífa íbúðarhús á jörðinni. Húsið sem um ræðir hefur matshlutanúmerið 02 og er með matsnúmerið 214-4154. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.