Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

23. fundur 23. mars 2016 kl. 08:15 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hólar (214-2761)Krá-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1603201Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 21. mars 2016, þar sem óskað er umsagnar um endunýjun á rekstrarleyfi frá Bjórsetri Íslands -brugghús slf. Kt 530314-0810. Veitingahús/brugghús með matsnúmerið 214-2761. Veitingastaður í flokki II. Forsvarsmaður er Bjarni Kristófer Kristjánsson kt. 031271-3399. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

2.Holtsmúli land 173494 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1603200Vakta málsnúmer

Sigurbjörn Skarphéðinsson og Ingibjörg M. Valgeirsdórttir eigendur frístundahússins Ásmúla, sem stendur á lóðinni Holtsmúli land, landnúmer 173494 óska eftir heimild til að snúa húsinu um 180° á grunninum. Er þetta gert til að fá útsýni úr stofu og eldhúsi til norðurs, sem er útsýnisáttin. Undirstöður og innri skipan hússins óbreytt. Breyting verður á tengingum lagna inn í húsið. Byggingarstjóri er Ólafur E. Friðriksson kt. 030957-4749. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.