Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

25. fundur 12. apríl 2016 kl. 08:00 - 08:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Öxl 219239 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1604078Vakta málsnúmer

Tekin fyrir byggignarleyfisumsókn Sigurjónu Skarphéðinsdóttur kt. 190557-5459 og Ólafs E. Friðrikssonar kt. 030957-4749 eigenda frístundahúss sem stendur á landinu Öxl, landnr. 219239 í Borgarsveit. Umsóknin er um leyfi til að byggja bílgeymslu á landinu. Umsóknin dagsett 4. apríl 2016. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, unnir af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Númer auppdrátta eru S01, A-100 og A-101 í verki nr. 722461, dags. 4. apríl 2016. Byggingaráform samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa.

2.Deplar 146791 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1603290Vakta málsnúmer

Lagt fram tölvubréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 31. mars 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn frá Friðleifi E. Guðmundssyni kt.180680-6169, f.h. Green Highlander ehf, kt. 471113-0340 Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík um rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitinga í flokki V að Deplum 570 Fljót. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

Fundi slitið - kl. 08:30.