Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

26. fundur 29. apríl 2016 kl. 15:30 - 16:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skólavegur 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1604215Vakta málsnúmer

Hestasport- Ævintýraferðir ehf óska heimildar til að breyta grunnskipulagi íbúðar á jarðhæð hússins að Skólavegi 1 í Varmahlíð. Framlagðir uppdrættir gerðir af Kjartani Rafnssyni tæknifræðing kt 220850-2189. Þá er einnig óskað eftir heimildar til að breyta útliti hússins í samræmi við meðfylgjandi gögn. Byggingaráform samþykkt.

2.Hólavegur 9 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1604195Vakta málsnúmer

Ólafur Smári Sævarsson kt. 020570-5049, eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 9 við Hólaveg á Sauðárkróki, sækir um leyfi til að reisa girðingu á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum sem dagsett eru 20. apríl 2016. Fyrir liggur samþykki eiganda húsana sem standa á lóðunum nr. 7 við Hólaveg, nr. 2 við Ægisstíg og nr. 7 við Bárustíg á Sauðárkróki. Erindið samþykkt, leyfi veitt.

3.Smáragrund 2 (146495) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1604173Vakta málsnúmer

Atli Gunnar Arnórsson hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu, sækir um f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, heimild til að breyta innangerð og útliti húss Áfengis- og tóbaksverslunarinnar að Smáragrund 2 á Sauðárkróki. Framlögð eru gögn eru dagsett 14.04.2016. Byggingaráformin samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:30.