Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

48. fundur 14. júní 2017 kl. 09:00 - 10:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Daufá (146159) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1705210Vakta málsnúmer

Egill Örlygsson kt. 100967-5889 eigandi jarðarinnar Daufá (146159) sækir um leyfi til að byggja sólpall við íbúðarhúsið að Daufá ásamt því að koma fyrir setlaug. Erindið samþykkt.
Vegna setlauga á lóðum er bent á eftirfarandi kröfur í samræmi við gildandi byggingarreglugerð, þar sem m.a. segir:
„Setlaugar á lóðum íbúðar- og frístundahúsa skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær með þegar þær eru ekki í notkun. Barmur setlaugar skal vera a.m.k. 0,40 m yfir göngusvæði umhverfis hana. Brunnlok skulu vera fest og þannig frágengin að börn geti ekki opnað þau. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

2.Melsgil - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1705240Vakta málsnúmer

Með tölvubréfi, dagsettu 30. maí 2017 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra eftir umsögn um umsókn Ingibjargar H. Hafstað kt.190451-4539, f.h. Félagsheimilisins Melsgils kt. 460269-5719, um leyfi til að vera með svefnpokagistingu í flokki II í Félagsheimilinu Melsgili (214-0250). Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

3.Sólgarðaskóli 221774 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1705205Vakta málsnúmer

Með tölvubréfi, dagsettu 24. maí 2017 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra eftir umsögn um umsókn Kristínar S. Einarsdóttur kt. 030474-4499, f.h. Söguskjóðunnar kt. 46630517-1760, um leyfi til að vera með gististað í flokki III að Sólgörðum (214-3859) í Fljótum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

4.Reynistaður (145992) - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1705176Vakta málsnúmer

Helgi Sigurðsson kt. 140257-5169 sækir um leyfi til að setja upp minnisvarða í landi Reynistaðar (145992). Fyrir liggur jákvæð umsögn Minnjavarðar Norðurlands vestara. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við staðsetningu minnisvarðans.

5.Borgarmýri 1a - Breytingar á eignarhlutum.

Málsnúmer 1706018Vakta málsnúmer

Eyjólfur Sigurðsson f.h. Ártorgs ehf. kt. 700605-1320 og Marteinn Jónsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 sækja um leyfi til að gera breytingar á séreignahlutum Borgarmýrar 1 með fastanúmerin 213-1297 og 213-1298. Framlögð gögn dagsett 17.10.2017 gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum.Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við breytinu á eignarhaldi.

6.Ægisstígur 4 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1706054Vakta málsnúmer

Eyþór Fannar Sveinsson kt. 231087-2579 sækir um leyfi til að endurnýja og breyta gluggum á einbýlishúsinu Ægisstíg 4 á Sauðárkróki. Framlögð gögn dagsett 08.06.2017 gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum.
Erindið samþykkt,byggingarleyfi veitt.

7.Enni (146406) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1706052Vakta málsnúmer

Eindís Kristjánsdóttir kt. 150152-3489 sækir um leyfi til að breyta aðstöðuhúsi á jörðinni Enni (146406). Breytingarnar felast í því að risþak verður sett á húsið, þakrými og veggir einangraðir, veggir klæddir utan með báraðri stálklæðningu, ásamt því að skipt verður um glugga og þeim fækkað. Framlagður aðaluppdráttur gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni kt. 080353-4219. Uppdráttur er í verki númer. 7420, nr. A-101, dagsettur 5. október 2011, breytt 30. apríl 2017. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin.

8.Grundarstígur 22 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1706073Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson kt. 200857-5269, f.h. Eignasjóðs Skagafjarðar kt. 550698-2349, sækir um leyfi til að gera breytingar á ytra útliti hússnæðis Eignarsjóðs að Grundarstíg 22 á Sauðárkróki. Breytingin felur í sér að settur verður nýr gluggi á tómstundaherbergi.
Framlagður uppdráttur gerður á Veitu- og framkvæmdasviði af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269, byggingarfræðingi. Uppdráttur er í verki númer 1706, nr. 01, dagsettur 8. júní 2017. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 10:20.