Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

52. fundur 31. júlí 2017 kl. 10:30 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lerkihlíð 9 - umsókn um byggingarleyfi og smáhýsi á lóð.

Málsnúmer 1707171Vakta málsnúmer

Þórarinn G. Hlöðversson kt. 141163-5669 Lerkihlíð 9 Sauðárkróki,óskar heimildar til að byggja 14,30 m² smáhýsi á lóðinni. Fyrirhuguð staðsetning kemur fram á meðfylgjandi gögnum. Einnig er óskað heimildar til að stækka glugga á austurstafni hússins. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir framkvæmdinni. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Gilhagi land - Umsókn um byggingarleyfi, smáhýsi á lóð

Málsnúmer 1707143Vakta málsnúmer

Hörður Stefánsson kt. 050552-2339 sækir um heimild til að reisa bjálkahús, 10 ferm, við frístundahús hans í Gilhaga Skagafirði, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.

3.Hugljótsstaðir 146546 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1609078Vakta málsnúmer

Guðrún Sveinbjörnsdóttir kt. 241037-2319 þinglýstur eigandi jarðarinnar Hugljótsstaða, landnúmer 146546 sækir um byggingarleyfi fyrir fjárhúsbyggingu á jörðinni, á byggingarreit sem samþykktur var á fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 9. september 2016. Aðaluppdráttur er gerður af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, kt. 040381-5389 og séruppdrættir gerðir af Trausta Val Traustasyni byggingartæknifræðingi kt. 160783-5249. Uppdrættir dagsettir 03.07.2017. Fram kemur í umsókn að umrædd bygging verður án rafmagns.
Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 12:00.