Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

64. fundur 15. mars 2018 kl. 10:30 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 15 - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1702225Vakta málsnúmer

Tómas Árdal kt. 210959-5489 sækir , fh. Stá ehf. kt. 520997-2029 um leyfi fyrir breytingu á Aðalgötu 15. Breytingin felur í sér að húsnæðinu sem áður var veitingahús verður breytt í íbúðarhús. Breytt notkun á húsnæðinu var samþykkt á 300. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 1. mars 2017.
Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þórðarsyni kt. 170460-3759. Uppdrættir eru í verki númer 779701, nr. A-101 og A-102, A-103 og A-104, dagsettir 29. janúar 2018. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir. Byggingaráformin samþykkt.

2.Hafnarlóð Frændgarður (146713) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1801261Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 1801448 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Valgeirs S. Þorvaldssonar, kt. 020760-5919, um leyfi til að reka gististað í flokki II í íbúð í Frændgarði, landnúmer lóðar 146713, Hofsósi. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.

3.Sölvanes (146238) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1803115Vakta málsnúmer

Rúnar Máni Gunnarsson kt. 100969-3359 og Eydís Magnúsdóttir kt. 310373-5249, sækja f.h. Smiðjugrundar ehf. kt.650414-1010 eiganda jarðarinnar Sölvanes (146238), um leyfi til að breyta og byggja við íbúðarhús á jörðinni. Fastanúmer eignar er 214-1532, mhl. 02. Breytingin felur í sér að skúrbygging við norðurhlið hússins verður rifin og íbúðarhúsið stækkað. Framlagðir aðaluppdrættir eru áritaðir af Ingvari G. Sigurðssyni kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 3042, númer A-101 til A-106, dagsettir 9. febrúar 2018. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:15.