Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

79. fundur 28. nóvember 2018 kl. 08:00 - 09:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hólavegur 9 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1810170Vakta málsnúmer

Ólafur Smári Sævarsson kt. 020570-5049 og Ólína Valdís Rúnarsdóttir kt. 100371-3409 , eigendur einbýlishúss númer 9 við Hólaveg á Sauðárkróki, sækja um leyfi fyrir setlaug á lóðinni. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt.

2.Laugatún 3 eh. - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1810138Vakta málsnúmer

Indriði R. Grétarsson kt. 251176-5589 eigandi efri hæðrar tvíbýlishúss númer 3 við Laugatún á Sauðárkróki, sækir um leyfi fyrir setlaug og skýli á lóðinni eins og meðfylgjandi gögn sýna. Fyrir liggur samþykki eiganda neðri hæðar hússins. Erindið samþykkt.

3.Lækjarbakki 3 - Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi á lóð.

Málsnúmer 1811061Vakta málsnúmer

Finnur Sigurðarson kt. 250288-3609 eigandi einbýlishúss númer 3 við Lækjarbakka í Steinstaðahverfi sækir um leyfi fyrir garðhúsi á lóðinni. Húsið verður staðsett á lóðarmörkum Lækjarbakka 3 og 5. Fyrir liggur samþykki eignenda Lækjarbakka 5. Erindið samþykkt.

4.Borgarmýri 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1811198Vakta málsnúmer

Stefán Veigar Gylfason kt. 260360-2489 eigandi séreignar með fasteignanúmerið F2362013 í fjöleignahúsi nr. 3 við Borgarmýri á Sauðárkróki sækir um leyfi til að gera gönguhurð á vesturhlið hússins samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur samþykki eigenda annara eignahluta í húsinu. Erindið samþykkt.

5.Lágmúli (145904) - Beiðni um niðurfellingu úr fasteignaskrá.

Málsnúmer 1811078Vakta málsnúmer

Ingólfur Jón Sveinsson kt. 091237-3509 og Anna Pálsdóttir kt. 080938-4629 eigendur jarðarinnar Lágmúla með landnúmerið 145904 óska eftir að hlaða, skráð 52,9 m2, byggð 1974, fasteignanúmer F2139647, matshluti 07 á jörðinni verði afskráð úr fasteignaskrá. Hlaðan sem um ræðir varð fyrir fokskemmdum og hefur verið rifin. Erindið samþykkt.

6.Syðra-Vatn 146220 - Beiðni um leiðrétta skráningu fasteigna

Málsnúmer 1811109Vakta málsnúmer

Jóhann Kári Hjálmarsson kt. 240159-4149 Syðra- Vatni landnúmer 146220, óskar eftir leiðréttingu á skráningu mannvirkja á jörðinni.
Mhl. 03 Fjós byggt 1929. Húsið rifið árið 1982,
Mhl. 04 Fjárhús byggt 1929. Húsið rifið 1987.
Mhl. 05 Fjárhús byggt 1965. Húsið rifið, foktjón 2017.
Mhl. 08 Fjárhús byggt 1970. Húsið rifið, foktjón 2017.

Þá er óskað eftir að mhl. 10 Véla/verkfærageymsla áföst íbúðarhúsi byggð 1964 verði skráð íbúðarrými.

Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:00.