Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

81. fundur 28. desember 2018 kl. 09:30 - 11:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Stóra-Brekka 146903 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1811086Vakta málsnúmer

Valþór Brynjarsson kt. 240463-5209 hjá Teiknistofunni Kollgátu sækir fh. Fljótabakka ehf. kt. 531210-3520 um leyfi til að breyta, endurbyggja og breyta notkun útihúsa á jörðinni Stóru- Brekku. Fyrirhugað er að breyta húsinu í starfsmannaaðstöðu. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerði á Teiknistofunni Kollgátu af Valþóri Brynjarssyni. Uppdrættir eru í verki 13_15_024, númer 100,101, 102 og 103 dagsettir 10. nóvember 2018. Byggingaráform samþykkt.

2.Korná 146184 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1812103Vakta málsnúmer

Högni Elvar Gylfason kt. 220168-5499 og Monika Björk Hjálmarsdóttir kt. 131170-5219 sækja um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið á jörðinni Korná, landnúmer 146184.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru áritaðir af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Uppdrættirnir eru í verki 0062018, númer A01 og A02 dagsettir 07.12.2018. Byggingarleyfi veitt.

3.Freyjugata 25 Sauðárkróki - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1812145Vakta málsnúmer

Ólafur E. Friðriksson kt. 030957-4749, sækir fh. Sýls ehf. kt. 470716-0450 um leyfi til að gera breytingar á „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að gera í húsinu 11 íbúðir. Í kennsluálmunni verða sjö íbúðir, þrjár á neðri hæð og fjórar á efri hæð. Í íþróttaálmunni verða fjórar íbúðir, allar á tveim hæðum. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt kt. 070149-3469. Uppdrættir eru í verki B-001, uppdrættir 1-6, dagsettir 13. desember 2018. Byggingaráform samþykkt.

4.Aðalgata 21A og B - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

Málsnúmer 1811189Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um, fh. sveitarfélagsins Skagafjarðar leyfi fyrir breytingum og endurbótum á húsunum að Aðalgata 21A og Aðalgata 21B. Fyrirhugað er að starfrækja móttöku- og sýningarhald fyrir ferðamenn í húsunum. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir sem gerðir eru á Stoð ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrættir eru í verki 418503, númer A-101, A-102 , A-103 og A-104, dagsettir 19. nóvember 2018. Byggingaráform samþykkt.

5.Aðalgata 14 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1812223Vakta málsnúmer

Margeir Friðriksson sækir fh. Merkisbræðra sf. kt. 670793-2309 um leyfi til breytinga á efri hæð hússins Aðalgötu 14 sem er séreign í fjöleignahúsi. Fasteignanúmer eignar er F2131129. Meðfylgjandi uppdrættir dagsettir 19. desember 2018 gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði K. Gunnarssyni gera grein fyrir umbeðnum breytingum. Fyrir liggur samþykki eiganda neðrihæðar. Erindið samþykkt. Byggingarleyfi veitt.

6.Aðalgata 5 - Umsagnarbeiðni vegna endurn. rekstrarleyfis

Málsnúmer 1812188Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. desember 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra. Óskað er umsagnar um umsókn Róberts Óttarssonar kt. 171272-2979, f.h. Sauðárkróksbakarís kt. 560269-7309, um leyfi til að reka kaffihús með veitingaleyfi í flokki II. Fasteignanúmer F2131099. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

7.Suðurbraut 8 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1812196Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1812255. Óskað er umsagnar um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar kt. 020760-5919 um leyfi til að reka gististað í flokki II að Suðurbraut 8 á Hofsósi, fasteignanúmer F2143675. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

8.Kolkuós - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1812197Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. desember 2018 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra úr máli 1812256. Óskað er umsagnar um umsókn Valgeir Þorvaldsson kt. 020760-5919 um leyfi til að reka gististað í flokki III í gistihúsi í Kolkuósi. Fasteignanúmer F2142603. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 11:15.