Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

127. fundur 31. ágúst 2021 kl. 09:00 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Keldudalur L146390 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2108245Vakta málsnúmer

Guðrún Lárusdóttir, kt. 240866-5799 sækir f.h. Keldudals ehf., kt. 570196-2359 um leyfi til að byggja fjós á áður samþykktum byggingarreit á jörðinni Keldudal L146390. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir af Bjarna Reykjalín, kt. 070149-3469. Uppdrættir eru númer 101, 102 og 103, dagsettir 23.08.2021, ásamt afstöðumynd sem gerð er af Einari I Ólafssyni, kt. 150390-3389, dagsett 27.08.2021. Byggingaráform samþykkt.

2.Dalatún 2 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2108194Vakta málsnúmer

Guðmundur Hjálmarsson kt. 150254-2489 sækir um leyfi til að byggja steyptan stoð- og skjólvegg sem stendur að hluta á lóðarmörkum Dalatúns 2 og 4 á Sauðárkróki. Framlagður uppdráttur gerður af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdráttur er í verki 3134, númer B-101, dagsettur 12. ágúst 2021. Fyrir liggur samþykki eiganda Dalatúns 4. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.

3.Skógargata 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2108291Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson, kt. 200857-5269 sækir f.h. Eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi fyrir áframhaldandi endurbótum á Gúttó sem stendur á lóðinni númer 11 við Skógargötu á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur dagsettur 14.09.2014, endurútgefin 20. ágúst 2021 gerður á Veitu- og framkvæmdasviði af umsækjanda. Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar Íslands frá 27. apríl og 20. maí 2015. Byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:45.