Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

128. fundur 30. september 2021 kl. 11:00 - 11:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gilstún 1-3 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2106307Vakta málsnúmer

Knútur Aadnegard, kt. 020951-2069 f.h., K-taks, kt. 630693-2259 sækir um leyfi til að byggja parhús á lóðinni númer 1-3 við Gilstún á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir af Þóri Guðmundssyni, kt. 040381-5389. Uppdrættir eru í verki HA2185, númer A-101, A-102 og A-103, dagsettir 12.01.2021. Byggingaráform samþykkt.

2.Aðalgata 24A - Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 2108064Vakta málsnúmer

Björn Fr. Svavarsson sækir f.h. Trésmiðjunnar Ýr ehf., kt. 670688-1279 um stöðuleyfi fyrir Silfrastaðakirkju á athafnasvæði fyrirtækisins að Aðalgötu 24A. Fyrirhugað er að flytja kirkjuna í heilu lagi á lóðina, þar sem unnið verður að endurbótum. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, kt. 120379-4029, dagsettur 15. sept. 2021 gerir grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu. Erindið samþykkt, stöðuleyfi veitt.

3.Skagfirðingabraut 45 - Umsókn um niðurrif.

Málsnúmer 2109277Vakta málsnúmer

Lárus Hólm Guðmundsson, kt. 280555-7899 eigandi efri hæðar Skagfirðingabrautar 45, fasteignanúmer F2132154, sækir um leyfi til að rífa 17,8 fermetra gróðurhús, séreign þeirra hæðar og stendur við suðurhlið hússins. Fyrir liggur samþykki eiganda neðrihæðar. Erindið samþykkt, leyfi veitt.

4.Glæsibær L179407 - Umsókn um breytta notkun.

Málsnúmer 2102136Vakta málsnúmer

Sævar Þór Geirsson, kt. 150152-4619 sækir f.h. Gylfa Sigurðar Geirssonar, kt. 080453-2649 og Ingibjargar Friðriksdóttur, kt. 250367-341, eigenda Glæsibæjar land, L179407 um leyfi til að breyta notkun frístundahúss sem stendur á landinu í íbúðarhús. Framlagður aðaluppdráttur gerður á Verkfræðistofu Hamraborg af umsækjanda. Uppdráttur er í verki 734, númer 5325, dagsettur 28.09.2021. Erindið samþykkt.

5.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingar- og stöðuleyfi.

Málsnúmer 2109347Vakta málsnúmer

Knútur Aadnegard, kt.020951-2069, f.h. K-Taks ehf., kt. 630693-2259 og Atli Már Óskarsson, kt. 020755-2889, f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra kt. 431080-0289 sækja um stöðu- og byggingarleyfi fyrir frístunda-/gestahúsi sem byggt verður fyrir K-tak ehf. á lóð, kennslusvæði, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, við Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki. Framlagður aðaluppdráttur gerður af Þóri Guðmundssyni, kt. 040381-5389. Uppdráttur er númer A-101, dagsettur 29.09.2021. Stöðuleyfi veitt, byggingaráform samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:45.