Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar

130. fundur 28. október 2021 kl. 08:15 - 08:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sandeyri 2 L188587 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2110003Vakta málsnúmer

Friðbjörn Ásbjörnsson, kt. 240784-3279 sækir, f.h. FISK-Seafood ehf., kt. 461289-1269 um leyfi til að byggja iðnaðarhús fyrir fiskmarkað á lóðinni númer 2 við Sandeyri þar sem áður stóð fiskvinnsluhús fyrirtækisins. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni, kt. 230785-4149. Uppdrættir eru í verki 492202, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 30. september 2021. Byggingaráform samþykkt.

2.Árkíll 2 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2110004Vakta málsnúmer

Guðmundur Þór Guðmundsson, kt. 200857-5269 sækir f.h. Eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, kt. 550698-2349 um leyfi byggja við leikskóla sem stendur á lóðinni nr. 2 við Árkíl á Sauðárkróki. Um er að ræða 1. áfanga sem er tengigangur, anddyri, snyrtingar, leikherbergi og skrifsstofur. Framlagðir aðaluppdrættirnir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni, kt. 230785-4149. Uppdrættir eru í verki 416401, númer S-01, A-100, A-101 og A-102, dagsetttir 6. og 7. október 2021. Byggingaráform samþykkt.

3.Smáragrund 1 land 2 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2110111Vakta málsnúmer

Anna Sigurðardóttir, kt. 201166-4119 eigandi Smáragrundar 1 land 2, L222989, fasteignanúmer, F2142973, sækir um leyfi til að breyta notkun einbýlishúss sem stendur á lóðinni í frístundahús. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 08:55.