Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

2. fundur 03. desember 2013 kl. 13:00 - 15:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Dagskrá
Samþykkt að taka mál 1312042 fyrir með afbrigðum á dagskrá.

1.Fjárhagsáætlun 2014 - atvinnu- og ferðamál

Málsnúmer 1310342Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir atvinnu- og ferðamál í málaflokki 13 vegna ársins 2014.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa áætluninni til byggðarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - menningarmál

Málsnúmer 1310157Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2014 vegna málaflokks 05 - menningarmál.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa áætlun 2014 fyrir málaflokk 05-menningarmál til byggðarráðs með áorðnum breytingum.

3.Fjárhagsáætlun 2014 - kynningarmál

Málsnúmer 1310158Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2014 vegna málaflokks 21470 - kynningarmál.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að vísa áætlun 2014 til byggðarráðs með áorðnum breytingum.

4.Ketilás 146833 - Félagsheimilið, lóðarmál

Málsnúmer 1311162Vakta málsnúmer

Farið yfir lóðamál Félagsheimilisins Ketiláss og eignarhald hennar. Starfsmanni falið að gæta hagsmuna sveitarfélagsins gagnvart Jarðasjóði ríkisins.

5.Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013?

Málsnúmer 1308088Vakta málsnúmer

Farið yfir niðurstöður úttektar á vefjum opinberra stofnana og sveitarfélaga; Hvað er spunnið í opinbera vefi 2013.
Vefur Sveitarfélagsins Skagafjarðar lenti í sjötta sæti sveitarfélaga og er mikil bæting frá fyrri könnun. Nefndin lýsir ánægu með útkomuna og leggur áherslu á að áfram verði haldið að þróa lifandi og aðgengilegan vef sveitarfélagsins.

6.Atvinnulífssýning í Skagafirði

Málsnúmer 1312003Vakta málsnúmer

Nefndin stefnir að því að haldin verði atvinnulífsýning á vordögum 2014 líkt og árin 2010 og 2012. Nefndin óskar jafnframt eftir samstarfi við SSNV við undirbúning og framkvæmd sýningarinnar.
Samþykkt.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1312002Vakta málsnúmer

Málið fært í trúnaðarbók.

8.Skipun í embætti atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar

Málsnúmer 1312042Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um Bjarna Jónsson sem formann, Viggó Jónsson sem varaformann og Ingvar Björn Ingimundarson sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

9.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2014

Málsnúmer 1312057Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ verði eftirfarandi frá 1. janúar 2014:
Aðgangur fyrir hópa og námsmenn 800 krónur.
Aðgangur fyrir einstaklinga 16 ára og eldri 1.200 krónur.
Aðgangur fyrir einstaklinga 15 ára og yngri er gjaldfrjáls.
Sameiginlegur aðgangur fyrir Glaumbæ og Minjahúsið á Sauðárkróki er 1.400 krónur.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

10.Fornleifadeild - færsla í B hluta

Málsnúmer 1312058Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að rekstur fornleifadeildar verði færður úr málaflokki 05 í A-hluta og rekinn í B-hluta undir merkjum Tímatákns ehf. frá og með 1. janúar 2014.

Fundi slitið - kl. 15:15.