Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

4. fundur 20. janúar 2014 kl. 10:00 - 12:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá
Árni Gísli Brynleifsson var í símasambandi við fundinn.

1.Starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga 2013

Málsnúmer 1401186Vakta málsnúmer

Sigríður Sigurðardóttir og Guðný Zoega frá Byggðasafni Skagfirðinga komu til fundar og kynntu starfsemi safnsins á árinu 2013, ásamt því að stikla á stóru um fyrirhuguð verkefni og starfsemi á árinu 2014.

2.Safnapassi

Málsnúmer 1401187Vakta málsnúmer

Rætt um möguleika þess að koma á aðgangspassa sem gildir fyrir fleiri en einn ferðamannastað á vegum sveitarfélagsins. Sigfúsi Inga falið að kanna mögulegar útfærslur á þessari hugmynd.

3.Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók

Málsnúmer 1401190Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu og framtíð Alexandersflugvallar við Sauðárkrók en fram hefur komið í fréttum þörfin á að koma upp nýjum alþjóðlegum varaflugvelli á Íslandi. Sigfúsi Inga falið að afla upplýsinga og gagna sem til eru um flugvöllinn og þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar til að flugvöllurinn geti þjónað hlutverki varaflugvallar.

4.Starfsemi Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð 2013

Málsnúmer 1401188Vakta málsnúmer

Pétur Stefánsson frá KS Varmahlíð kom til fundar og kynnti starfsemi og heimsóknir í upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð árið 2013. Fram kom að talsverðar endurbætur eru fyrirhugaðar innandyra í húsnæði kaupfélagsins í Varmahlíð og er gert ráð fyrir starfsemi upplýsingamiðstöðvar þar áfram. Báðir aðilar eru jákvæðir fyrir því að ganga til viðræðna um áframhaldandi starfsemi upplýsingamiðstöðvar í húsinu.

5.Framleiðsla kynningarefnis

Málsnúmer 1309286Vakta málsnúmer

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Skottu kvikmyndafjelags, kom til fundar og kynnti stöðu á verkefni um framleiðslu kynningarefnis fyrir sveitarfélagið.

Fundi slitið - kl. 12:45.