Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

12. fundur 15. október 2014 kl. 10:30 - 12:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Sigurjón Þórðarson varam.
  • Lilja Gunnlaugsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá
.

1.Starfsemi Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1410116Vakta málsnúmer

Þórdís Friðbjörnsdóttir forstöðumaður Héraðsbókasafns Skagfirðinga og Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar komu til fundarins og kynntu helstu verkefni sem framundan eru í starfsemi safnsins og fyrirhugaðar framkvæmdir sem er á döfinni í breytingu á Safnahúsi Skagfirðinga.
.

2.Safnastefna Byggðasafns Skagfirðinga 2014-2018

Málsnúmer 1410107Vakta málsnúmer

Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundar og kynnti safnstefnu Byggðasafnsins fyrir árin 2014-2018.

3.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2015

Málsnúmer 1410108Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að halda gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2015 óbreyttri frá árinu 2014. Nefndin samþykkir einnig að hækka aðgangseyri fyrir einstaklinga upp í kr. 1500,- og aðgangseyri fyrir einstaklinga í hópum upp í kr. 1200,- fyrir árið 2016.

4.Beiðni um úrbætur á aðgengi fatlaðra í Bifröst

Málsnúmer 1407040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Aðalheiði Báru Steinsdóttur um úrbætur á aðgengi fatlaðra í Bifröst. Nefndin þakkar Aðalheiði Báru kærlega fyrir áminninguna og beinir til byggðarráðs sem jafnframt er stjórn Eignasjóðs að gerðar verði úrbætur í aðgengismálum í og við Bifröst.

5.Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2014-2015

Málsnúmer 1409067Vakta málsnúmer

Tekið fyrir svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis við umsókn um byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2014-2015. Að þessu sinni er úthlutað 70 þorskígildistonna kvóta til Sauðárkróks og 40 þorskígildistonna kvóta til Hofsóss. Meirihluti nefndarinnar samþykkir að tillaga um úthlutunarreglur verði óbreyttar frá fyrra ári. Sigurjón Þórðarson fulltrúi K-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sigurjón Þórðarson fulltrúi K - lista Skagafjarðar leggur fram eftirfarandi bókun:

Í umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 30. september sl. er tíundaðar með skýrum hætti hræðilegar afleiðingar kvótakerfisins fyrir atvinnulíf í Skagafirði. Rakið er að núverandi veiðiheimildir í Hofsósi eru einungis brot af því sem þær voru árið 1997. Greint er frá þeirri grafalvarlegu stöðu, að byggðin falli ef að ekki verði gerðar breytingar á úthlutun aflaheimilda.

Í áðurnefndri umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar er jafnframt greint frá þeirri gríðarlega miklu skerðingu sem hefur orðið á aflaheimildum á Sauðárkróki á síðastliðnum áratug eða tæplega 29 %. Það er því ljóst atvinnulíf í Skagafirði hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku vegna kvótakerfisins. Flestum ætti að vera ljóst að núverandi kvótakerfi er ekki að þjóna upphaflegum markmiðum sínum enda er þorskaflinn nú árið 2014 hér við land, 100 þúsund tonnum minni en hann var árið 1924.
Helsta verkefni dugmikillar atvinnunefndar í Skagafirði ætti að vera að hvetja einarðlega til endurskoðunar á núverandi kvótakerfi sem miðaði að því auka veiðiheimildir og auka jafnræði í greininni en það myndi leiða þegar fram líða stundir til eðlilegrar nýliðunar í greininni.
Það er fagnaðarefni að forysta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði sé loksins bún að játa hreinskilnislega að kvótakerfið hafi alls ekki þjónað upphaflegum markmiðum sínum þ.e. stuðla að hagkvæmri nýtingu fiskistofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Við afgreiðslu málsins situr fulltúi K-listans hjá enda algjörlega ótímabært að taka ákvörðun um úthlutun gæða sem svara til tugmilljóna verðmæta áður en farið er yfir reynsluna af reglum liðins árs við úthlutun byggðakvóta og í ofanálag ekki rætt við samtök smábátamanna Skalla, um hvernig best sé að standa að málum.

Gunnsteinn Björnsson og Víggó Jónsson óska bókað:

Meirihluti nefndarinnar vill taka fram að útgerðir sækja um byggðakvóta til eins árs í senn og því ekki hægt að horfa til fortíðar í því samhengi.

6.Brothættar byggðir

Málsnúmer 1405059Vakta málsnúmer

Kynntur fundur sem haldinn verður þriðjudaginn 21. október nk. um verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun stendur að.

Fundi slitið - kl. 12:30.