Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

17. fundur 10. apríl 2015 kl. 09:30 - 11:07 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sæluvika Skagfirðinga 2015

Málsnúmer 1504026Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að dagskrá Sæluviku Skagfirðinga 2015. Dagskráin verður send út til allra heimila í Skagafirði líkt og undanfarin ár og einnig kynnt á vefmiðlum. Nefndin fagnar fjölbreyttri dagskrá og kröftugu menningarlífi í Skagafirði.

2.Sóknaráætlun Norðurlands vestra - uppbyggingarsjóður 2015

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Fjallað um umsóknir í Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árið 2015. Nefndin ákveður að sækja um styrki sem mótframlög í verkefni fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Air 66N - ósk um fund og framlag

Málsnúmer 1503013Vakta málsnúmer

Fjallað um beiðni Markaðsstofu Norðurlands um styrk til Air 66N flugklasans. Nefndin samþykkir að veita kr. 300.000,- til verkefnisins að þessu sinni og er upphæðin tekin af fjárhagslið 13621. Nefndin mun óska eftir fundi síðar á árinu með starfsmanni flugklasans til að fara yfir framvindu verkefnisins.

4.Minjar á golfvelli Sauðárkróks

Málsnúmer 1502116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golklúbbi Sauðárkróks um samstarf við sveitarfélagið við að auka aðgengileika að mannvistarleifum ofan svæðis golfklúbbsins. Nefndin tekur jákvætt í erindið en telur rétt að skoða það í samhengi við önnur umhverfis- og skipulagsmál á svæðinu og vísar erindinu áfram til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar.

5.Útskriftarmynd frá Kvikmyndaskóla Íslands - styrkbeiðni

Málsnúmer 1504027Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni vegna gerðar stuttmyndar sem er lokaverkefni nemanda við Kvikmyndaskóla Íslands. Nefndin getur því miður ekki orðið við erindinu en bendir á uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra sem nú er opinn fyrir m.a. umsóknum á sviðum menningarmála, auk annarra sjóða sem styrkja slík verkefni.

Fundi slitið - kl. 11:07.