Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

18. fundur 24. apríl 2015 kl. 10:00 - 11:28 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá
Samþykkt að taka mál nr. 1412041 á dagskrá með afbrigðum.

1.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2014

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Sólborg Una Pálsdóttir héraðsskjalavörður kom til fundar nefndarinnar og kynnti ársskýrslu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2014. Rætt um helstu verkefni sem framundan eru á vettvangi safnsins og ákveðið að nefndin fari í heimsókn þangað fljótlega.

2.Félagsheimilið Árgarður - umsóknir um rekstur

Málsnúmer 1504086Vakta málsnúmer

Teknar fyrir umsóknir frá áhugasömum aðilum um rekstur félagsheimilisins Árgarðs. Nefndin frestar afgreiðslu málsins. Starfsmönnum nefndarinnar falið að afla frekari upplýsinga um húsið og rekstur þess. Samþykkt að óska eftir fulltrúum frá hússtjórn Árgarðs á næsta fund nefndarinnar.

3.Samningur til styrktar útgáfu á Byggðasögu Skagafjarðar

Málsnúmer 1503284Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að samningi til styrktar útgáfu á Byggðasögu Skagafjarðar en hann gildir til næstu fjögurra ára. Í drögunum kemur m.a. fram að Sveitarfélagið Skagafjörður leggur til 9,2 m.kr. til styrktar útgáfunnar ár hvert en sú upphæð rúmast innan fjárheimildar málaflokksins. Nefndin samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti.

4.Úttekt á búsetuskilyrðum

Málsnúmer 1504206Vakta málsnúmer

Samþykkt að ráðast í gerð könnunar á búsetuskilyrðum fólks í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem m.a. er leitað skýringa á fólksfækkun á svæðinu.

5.Tillaga að breytingu á fyrirkomulagi reksturs upplýsingamiðstöðvar landshlutans í Varmahlíð

Málsnúmer 1412041Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að senda inn athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu, í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:28.