Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

28. fundur 17. desember 2015 kl. 08:00 - 08:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Beiðni um samstarf um stefnumótun

Málsnúmer 1511153Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði þar sem leitað er eftir samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð um að vinna að stefnumótun í ferðaþjónustu fyrir Skagafjörð. Félagið telur mjög mikilvægt að fara í þessa vinnu til að móta stefnu til framtíðar í þessari mikilvægu og ört vaxandi atvinnugrein og leggur til að fenginn verði utanaðkomandi aðili til þess að skipuleggja og leiða vinnuna.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið sem fellur vel að stefnu nefndarinnar og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Nefndin felur starfsmönnum hennar að ræða við félagið um nánari útfærslu vinnunnar.

2.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2015-2016

Málsnúmer 1509089Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá niðurstöðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að vilja ekki endurskoða ákvörðun sína um úthlutun byggðakvóta til Sauðárkróks og Hofsóss.

Ráðuneytið kýs að hafa að engu skýringar og ábendingar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar varðandi vinnslu rækju af Íslandsmiðum á síðasta fiskveiðiári á Sauðárkróki og kemst fyrir vikið að þeirri niðurstöðu að úthluta engum byggðakvóta til Sauðárkróks á yfirstandandi fiskveiðiári.

Ljóst er að niðurfelling byggðakvóta til Sauðárkróks mun hafa áhrif á afkomu upp undir 20 smábátaeigenda og fjölskylda þeirra sem stunda útgerð frá Sauðárkróki og heggur í raun stórt skarð í tekjur þeirra.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar allri ábyrgð þessa gjörnings yfir á atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið um leið og nefndin ítrekar fyrri áskorun um að ákvörðunin verði endurskoðuð.

3.Nýtingaráætlun Menningarhússins Miðgarðs

Málsnúmer 1512121Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá formanni Karlakórsins Heimis þar sem óskað er eftir undanþágu nefndarinnar á ákvæði í nýtingaráætlun fyrir Menningarhúsið Miðgarð um 16 ára aldurstakmark á dansleiki í húsinu, fyrir ráðgerðan dansleik þann 2. janúar næstkomandi. Jafnframt er óskað eftir að nefndin taki nýtingaráætlunina til endurskoðunar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd getur ekki veitt undanþágu frá samþykktri nýtingaráætlun sem undirrituð er af öllum eigendum Miðgarðs og er hluti af samningi um rekstur hússins. Nefndin mun kanna hug rekstraraðila og annarra eigenda hússins um hvort ástæða sé til að endurskoða nýtingaráætlunina.

Fundi slitið - kl. 08:55.