Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

40. fundur 31. janúar 2017 kl. 08:30 - 09:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir ritari
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Styrkbeiðni vegna kaupa á kórpöllum

Málsnúmer 1612152Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Karlakórnum Heimi, dagsett 8. desember 2016, en ætlunin er að nýta styrkinn til að endurnýja og bæta við kórpöllum fyrir kórfélaga. Nefndin samþykkir að veita kórnum styrk að upphæð kr. 100.000,- sem tekinn verður af fjárhagslið 05890.

2.Stuðningur við Sögusetur íslenska hestsins á árinu 2017

Málsnúmer 1701342Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Söguseturs íslenska hestsins, dags. 27. janúar 2017, þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 1.500.000,- til starfsemi setursins á árinu 2017.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og fagnar áformum um frekari uppbyggingu og eflingu starfsemi setursins. Nefndin samþykkir að styrkja Sögusetrið um kr. 1.500.000,- sem tekinn verður af lið 05890.



Gunnsteinn Björnsson formaður vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

3.Samningur um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð

Málsnúmer 1612186Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Alþýðulist um rekstur upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra í Varmahlíð.

4.Hugmyndir um menningarhús á Sauðárkróki

Málsnúmer 1701022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 27. desember 2016, og bókun byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 26. janúar 2017, þar sem tilnefndir eru fulltrúar beggja aðila í þarfagreiningarnefnd um byggingu menningarhúss á Sauðárkróki.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar tilnefningunum og telur löngu tímabært að ljúka samningi um menningarhús í Skagafirði sem lutu annars vegar að uppbyggingu og endurbótum á Menningarhúsinu Miðgarði og hins vegar að viðbyggingu og endurbótum á Safnahúsi Skagfirðinga.

5.Sögusetur íslenska hestsins - erindi til menntamálaráðherra

Málsnúmer 1701031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá forseta sveitarstjórnar og formanni byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dags. 18. nóvember 2016, til mennta- og menningarmálaráðherra sem varðar starfsemi Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal.

6.Umsóknir - Ísland ljóstengt 2017

Málsnúmer 1612084Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í verkefnið Ísland ljóstengt 2017. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar áformum um ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Skagafirði.

Fundi slitið - kl. 09:30.