Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

72. fundur 30. desember 2019 kl. 13:00 - 14:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá
Samþykkt með öllum atkvæðum að taka fyrir mál 1912208 á dagskrá með afbrigðum.

1.Mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1910166Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, um mótun framtíðarsýnar vegna sýningarhalds Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 21.10.2019.
Berglind Þorsteinsdóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga sat fundinn undir þessum lið.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að stofna starfshóp um mótun framtíðarsýnar sýningarhalds á Sauðárkróki á vegum Byggðasafns Skagfirðinga. Starfshópinn skipa Sigríður Magnúsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir, Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir. Drög að safnstefnu Byggðasafns Skagfirðinga 2019-2023 kynnt og verða tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Berglind vék af fundi 14:01

2.Styrkbeiðni vegna jólaballs Kvenfélags Lýtingsstaðahrepps

Málsnúmer 1912070Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps dagsett 06.12.2019.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps um fjárhæð 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

3.Styrkbeiðni - Jólaball í Fljótum

Málsnúmer 1911198Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Jólatrésnefnd Fljóta 2019 dagsett 26.11.2019.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefndina um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

4.Styrkbeiðni vegna jólaballs á Hofsósi

Málsnúmer 1912165Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni dagsett 20.12.2019.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja íbúasamtökin um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

5.Styrkbeiðni vegna jólaballs

Málsnúmer 1912037Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Rípurhrepps dagsett 04.12.2019.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Rípurhrepps um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

6.Styrkbeiðni vegna jólaballs - kvennfélag Staðarhrepps

Málsnúmer 1912096Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Staðarhrepps dagsett 12.12.2019.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Staðarhrepps um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

7.Styrkbeiðni 80 ára afmælishóf kvenfélagsins Framtíðar

Málsnúmer 1912145Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvenfélaginu Framtíðin í Fljótum vegna 80 ára afmælishátíðar sem haldin var 1. desember sl.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar kvenfélaginu til hamingju með afmælið og samþykkir að veita styrk að fjárhæð 80.000 kr vegna hátíðarhaldanna. Tekið af málaflokki 05890.

8.Styrkbeiðni vegna jólaballs 2019

Málsnúmer 1912208Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Lionsklúbbnum Björk og Lionsklúbbs Sauðárkróks dagsett 23.12.2019.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja skemmtunina um 50.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

Fundi slitið - kl. 14:20.