Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

79. fundur 02. september 2020 kl. 13:30 - 14:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Inga Katrín D. Magnúsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Axel Kárason
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Breyttur opnunartími Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ

Málsnúmer 2008248Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 29. ágúst 2020, um breytingar á opnunartíma safnsins í Glaumbæ. Leggur safnstjóri til að safnið skipti fyrr yfir í vetraropnun en áætlað var og verði opið frá kl 10 - 16 alla virka daga frá 1. september. Er megin ástæðan minni aðsókn ferðamanna á safnið sökum hetra sóttvarnaaðgerða almannavarna sem nú eru í gildi.
Inga Katrín vék af fundi undir þessum lið.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir breyttan opnunartíma.

2.Undanþága frá mótframlagi við Byggðakvóta

Málsnúmer 2008254Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Jónssyni fyrir hönd Maró slf, dagsett 19. ágúst 2020, um undanþágu á veiðiskyldu móframlags fyrir byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020.
Vegna bilunar í bát félagsins, Maró SK 33 fn 2833, og erfiðleika við að fá varahluti sem rekja má til COVID faraldursins hefur ekki verið unnt að stunda veiðar frá 21. apríl 2020 til 16. ágúst 2020. Er farið fram á að Sveitarfélagið Skagafjörður óski eftir undanþágu frá veiðiskyldu mótframlags byggðakvóta fyrir ofangreindan bát.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að senda formlegt erindi á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og óska eftir að málið verði tekið til skoðunar í ljósi aðstæðna.

3.Sæluvika 2020

Málsnúmer 2006218Vakta málsnúmer

Tekið fyrir hvort unnt sé að halda Sæluviku dagana 27. september til 3. október eins og ákveðið var á síðasta fundi nefndarinnar.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd telur í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða að ekki sé skynsamlegt að halda Sæluviku á þessum tímapunkti og aflýsir því Sæluviku 2020.

4.Samfélagasverðlaun 2020

Málsnúmer 2008246Vakta málsnúmer

Samfélagsverðlaun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 tekin til umfjöllunar. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákveður að veita verðlaunin þrátt fyrir að Sæluviku 2020 hafi verið aflýst og felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa eftir tilnefningum.

5.Markaðsátak - Skagafjörður sem búsetukostur

Málsnúmer 2006237Vakta málsnúmer

Starfsmenn nefndarinnar kynntu fyrirhugað markaðsátak fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð sem vænlegan búsetukost. Áhersla verður lögð á þá fjölbreyttu þjónustu, náttúru, menningu og atvinnulíf sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ganga til samninga við auglýsingastofuna Sahara til að halda utan um herferðina á grundvelli hugmynda sem fyrirtækið hefur lagt fram.

Fundi slitið - kl. 14:45.