Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

82. fundur 25. nóvember 2020 kl. 09:00 - 10:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Bjarni Jónsson
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Umsóknir um rekstur félagsheimilisins Ketiláss

Málsnúmer 2011208Vakta málsnúmer

Teknar fyrir umsóknir um rekstur félagsheimilisins Ketiláss. Auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir félagsheimilið þann 5. nóvember sl. og rann umsóknarfrestur út 19. nóvember. Alls bárust 2 umsóknir í rekstur félagsheimilsins. Umsækjendur voru:
Ferðaþjónustan Brúnastöðum og Söguskjóðan.

Ragnheiður Halldórsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa máls.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar góðar umsóknir sem báðar voru frambærilegar og vel fram settar. Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Ferðaþjónustuna á Brúnastöðum um rekstur félagsheimilisins Ketiláss.

2.Umsóknir um rekstur félagsheimilisins Ljósheima

Málsnúmer 2011207Vakta málsnúmer

Teknar fyrir umsóknir um rekstur félagsheimilisins Ljósheima. Auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir félagsheimilið þann 5. nóvember sl. og rann umsóknarfrestur út 19. nóvember. Alls bárust 2 umsóknir í rekstur félagsheimilsins. Umsækjendur voru:
Krókurinn 550 ehf og Videosport ehf.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar góðar og vel fram settar umsóknir. Nefndin ákveður að ganga til samninga við Videosport ehf um rekstur félagsheimilisins Ljósheima.

3.Umsókn um rekstur Bifrastar

Málsnúmer 2011180Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn um rekstur félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki. Auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir félagsheimilið þann 5. nóvember sl. og rann umsóknarfrestur út 19. nóvember. Ein umsókn barst í rekstur félagsheimilsins.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ganga til samninga við Króksbíó ehf.

4.Samningur til styrktar útgáfu Byggðasögu Skagafjarðar

Málsnúmer 1902210Vakta málsnúmer

Tekið til kynningar drög að samning við Sögufélag Skagfirðinga um útgáfu Byggðasögu Skagfirðinga. Vinna við Byggðasöguna hófst árið 1995 og er ritverkið alls 10 bindi. Gefin hafa verið út 9 bindi og er áætlað að síðasta bindið verði gefið út árið 2021.
Nefndin samþykkir að vinna áfram með drög að samningnum með það að markmiði að ljúka útgáfunni árið 2021. Jafnframt leggur nefndin til að formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar fari á fund stjórnar Sögufélags Skagfirðinga ásamt sveitarstjóra til að ræða samningsdrög.

5.Umsagnarbeiðni; Drög að reglum Þjóðskjalasafns Íslands um eyðingu námsmatsgagna

Málsnúmer 2011042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni um eyðingu námsmatsgagna afhendingarskyldra aðila frá Þjóðskjalasafni Íslands dagsett 03.11.2020.

6.Yfirlýsing frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2011028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar yfirlýsing frá baráttuhópi smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu dagsett 03.11.2020.

Fundi slitið - kl. 10:00.