Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar

95. fundur 20. desember 2021 kl. 15:00 - 16:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varaform.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir ritari
  • Auður Björk Birgisdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri
  • Heba Guðmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalgata 16c - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2111120Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 922. fundi byggðarráðs þann 01. desember 2021 til umsagnar með tilliti til verndarsvæðis í byggð og starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í hugmyndir um flutning Maddömukots af núverandi lóð. Að höfðu samráði við forstöðumenn Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga leggur nefndin til að skoðað verði að flytja húsið á Tengilsreitinn, Aðalgötu 24. Nefndin leggur til að skýrsla um framtíðarsýn um sýningarhald Byggðasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki sem var til umfjöllunar á 93. fundi nefndarinnar þann 21. október sl. verði höfð til hliðsjónar við hönnun svæðisins. Jafnframt bendir nefndin á að skylt er að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands þar sem húsið er aldursfriðað. Nefndin óskar eftir því að vinna tillöguna um heildarhönnun svæðisins og nýtingu Maddömukots í samráði við byggðarráð.

2.Umsókn um rekstur Bifrastar

Málsnúmer 2011180Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir samningur um rekstur félagsheimilisins Bifrastar við Króksbíó ehf., dagsettur 10. desember 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.

3.Rekstrarsamningur - Menningarhúsið Miðgarður

Málsnúmer 2112042Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir samningur um rekstur Menningarhússins Miðgarðs við Miðtón ehf., dagsettur 30. nóvember 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.

4.Jólatrésskemmtun í Fljótum 2021 - Styrkbeiðni

Málsnúmer 2112030Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkbeiðni frá Írísi Jónsdóttur f.h Jólatrésnefndar Fljótamanna dagsett 1.desember 2021.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefnd Fljótamanna um 50.000 kr. með fyrirvara um að viðburðurinn verði haldinn.

5.Samráðsfundur Fagráðs ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra með sveitarfélögum - fundargerð

Málsnúmer 2112097Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð frá samráðsfundi Fagráðs ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra með sveitarfélögum.

Fundi slitið - kl. 16:30.