Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

7. fundur 20. júlí 2022 kl. 14:00 - 15:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Á 2. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 27. júní 2022, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2022 og lýkur 16. ágúst 2022.
Gísli Sigurðsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Í upphafi fundar fór formaður þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum fundi umhverfis- og samgöngunefndar og skipulagsnefndar sem fóru fram 20. júlí 2022 og mál sem vísað var til sveitarstjórnar af fundi skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.

1.Úttekt á rekstri Skagafjarðar sveitarfélags

Málsnúmer 2207119Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að ráðast í heildarúttekt á rekstri nýs sameinaðs sveitarfélags í Skagfirði. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fá tilboð í úttektina frá HLH ráðgjöf.

2.Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207113Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi, dags. 13. júlí 2022, frá rektor Háskólans á Hólum þar sem kynnt eru áform háskólans um að byggja húsnæði undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu skólans á Sauðárkróki, sem jafnframt myndi hýsa nýsköpunarklasa. Í erindinu er einnig óskað eftir því að Skagafjörður sveitarfélag vinni að því að finna húsnæðinu lóð skv. þeirri þarfagreiningu sem fylgir með erindinu.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og fagnar metnaðarfullum áformum Háskólans á Hólum til frekari eflingu og framþróunar starfsemi hans. Byggðarráð felur skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að greina mögulegar lóðir sem hentað geta nýrri byggingu m.t.t. þeirra þarfa sem skólinn hefur greint.

3.Erindi varðandi sölu á heitu vatni til starfsemi í kennslu og fiskeldi Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207112Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi, dags. 13. júlí 2022, frá rektor Háskólans á Hólum þar sem óskað er eftir því að gerður verði samningur við Háskólann á Hólum varðandi notkun á heitu vatni í fyrirhugaðri bráðabirgðastarfsemi skólans í húsnæði FISK Seafood á Hólum í Hjaltadal sem byggi á þeim kjörum sem Hólalax hafði.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið en minnir á að afsláttarkjör þau sem Hitaveita Hjaltadals veitti Hólalax fyrir ríflega 30 árum síðan voru á grundvelli sérstaks samnings en í dag er í gildi gjaldskrá fyrir hitaorku úr hitaveitukerfum Skagafjarðarveitna sem veitir að hámarki 70% afslátt til stórnotenda og sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.
Byggðarráð vísar erindinu til veitunefndar.

4.Málefni Steinsstaða - byggðin við Lækjarbakka

Málsnúmer 2207083Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur, dags. 11. júlí 2022, frá Trostan Agnarssyni á Lækjarbakka 7 og Finni Sigurðssyni á Lækjarbakka 3 á Steinsstöðum þar sem tilgreind eru nokkur atriði sem óskað er eftir að hugað verði að, s.s. hvað varðar umhverfis- og samgönguþætti og lóðamál.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og vísar þeim til skoðunar hjá sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.

5.Mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni

Málsnúmer 2207115Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur, dags. 14. júlí 2022, sem áframsendur er frá Vestamannaeyjabæ fyrir milligöngu framkvæmdastjóra SSNV. Með erindi Vestmannaeyjabæjar fylgdi bókun sem samþykkt var í bæjarstjórn um skort á tryggt sé jafnt aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu sem þó sé eitt af grundvallaratriðum í samfélagsuppbyggingunni, undirmönnum heilsugæslu á landsbyggðinni og þörf á að styrkja og breyta fyrirkomulagi sjúkraflugs.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir bókun Vestmannaeyjabæjar um að tryggja þurfi jafnt aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og þar með að tryggja nauðsynlega mönnun á heilbrigðisstofnunum landsins. Byggðarráð minnir m.a. einnig í því sambandi á lið C3 í byggðaáætlun sem lýtur að ívilnunum tengdum endurgreiðslum námslána þar sem skortur er á sérmenntuðu starfsfólki.

6.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um sýslumann

Málsnúmer 2207098Vakta málsnúmer

Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 122/2022, „Drög að frumvarpi til laga um sýslumann“. Umsagnarfrestur er til og með 31.07. 2022.
Byggðarráð Skagafjarðar gerir athugasemdir við tímasetningu birtingar á drögum að nýjum lögum um sýslumann sem ætlað er að leysa af hólmi lög um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Drögin eru birt á þeim tíma þegar flestir eru í sumarleyfum og umsagnarfrestur er gefinn í rúmar 2 vikur.
Byggðarráð Skagafjarðar er sammála þeim meginmarkmiðum sem er að finna í drögunum um að byggðar verði upp öflugar og nútímalegar þjónustueiningar um land allt, þar sem sinnt verður bæði miðlægum og sérhæfðum verkefnum á landsvísu ásamt þjónustu í heimabyggð, eins nálægt fólki og kostur er. Jafnframt að þjónusta sýslumanns verði aðgengileg að mestu leyti með óbreyttu sniði, þ.e. hjá þeim sveitarfélögum sem sinna þjónustu embættanna í dag, en að unnið verði að því að nýta húsnæðiskosti embættanna betur ásamt því að stuðla að auknu samstarfi við aðrar ríkisstofnanir og sveitarfélög.
Byggðarráð geldur hins vegar varhug við að embættum sýslumanna verði fækkað en sporin hræða í þeim efnum að þegar stjórnsýslueiningar missa ákveðið sjálfstæði hefur slíkt oftar en ekki leitt til þess að umfang starfsstöðva þeirra hefur minnkað í kjölfarið eða þeim verið lokað með tilheyrandi skerðingu á nærþjónustu. Nægir þar að nefna starfsemi svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni, starfsemi Vegagerðarinnar, Rarik o.fl. Byggðarráð leggur því áherslu á að frumvarp þetta verði ekki lögfest án þess að samhliða verði fest í lög þau verkefni og umsvif sem starfsstöðvum sýslumanns er ætlað að sinna.

7.Samráð; Áform um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veiting flugleiðsöguþjónustu

Málsnúmer 2207114Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 128/2022, „Áform um frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veiting flugleiðsöguþjónustu“. Umsagnarfrestur er til og með 29.07.2022.
Byggðarráð Skagafjarðar gerir athugasemdir við tímasetningu birtingar á drögum að frumvarpi til nýrra laga. Drögin eru birt á þeim tíma þegar flestir eru í sumarleyfum og umsagnarfrestur er gefinn í rúmar 2 vikur.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að við breytingar á lögum um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veitingu flugleiðsöguþjónustu verði ekki eingöngu horft til viðhalds og uppbyggingar flugvalla í Keflavík, Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum, heldur einnig annarra flugvalla eins og Alexandersflugvallar á Sauðárkróki. Alexandersflugvöllur er einn besti flugvöllur landsins með tilliti til flugtæknilegra skilyrða og hefur þjónað hlutverki í bæði fólksflutningum og vöruflutningum frá Íslandi og til annarra landa, auk áætlunarflugs innanlands og sem kennsluflugvöllur. Aukið viðhald og efling Alexandersflugvallar er í samræmi við Grænbók um flugstefnu Íslands þar sem fram kemur að bæta þurfi aðgengi að aðstöðu flugvallarins.

8.Austurgata 11, Hofsósi

Málsnúmer 2111222Vakta málsnúmer

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla verðmats fyrir Austurgötu 11 á Hofsósi með sölu húsnæðisins í huga þar sem ekki er þörf fyrir íbúðina vegna félagslegrar leigu.

9.Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2109217Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 12. júlí 2022, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem tóku þátt í samstarfi um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna er boðið til upplýsinga- og samráðsfundar í lok ágúst nk. Á fundinum verður farið yfir framgang og stöðu innleiðingar heimsmarkmiðanna í þátttökusveitarfélögunum og rætt um möguleika til áframhaldandi stuðnings og samstarfs.

10.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2

Málsnúmer 2207009FVakta málsnúmer

Fundargerð 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 18. júlí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sjöfn Guðmundsdóttur, dagsett 21.06.2022, vegna Félagsleika Fljótamanna sem haldnir verða um verslunarmannahelgina.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að styrkja hátíðina um 200.000 kr. Tekið af málaflokki 05710.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Erindi vísað til nefndarinnar af 6. fundi byggðaráðs. Tekinn fyrir tölvupóstur, dags. 6. júlí 2022, frá Þorgrími Ómari Unasyni, þar sem hann upplýsir um að umsókn hans um úthlutun byggðakvóta hafi verið hafnað af Fiskistofu vegna búsetu sinnar sem tilheyri byggðarlaginu Varmahlíð. Þá niðurstöðu kærði umsækjandi til Matvælaráðuneytis sem hefur nú staðfest höfnun Fiskistofu. Umsækjandi óskar eftir aðstoð Skagafjarðar sveitarfélags svo útgerð hans njóti jafnræðis á við aðrar útgerðir í Skagafirði.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd harmar ákvörðun Fiskistofu. Skagafjörður er eitt sveitarfélag og eitt atvinnusvæði. Nefndin undrast því afgreiðslu Fiskistofu að hafna úthlutun byggðarkvóta vegna skilgreininga póstnúmera innan sveitarfélagsins og hvetur Fiskistofu til að endurskoða regluverk sitt er kemur að þessu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Seatrade Cruise MED sölusýning í Malaga fer fram 13-15. september 2022. Á sýninguna mæta öll helstu skemmtiskipafélög og ferðaskipuleggjendur.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að senda fulltrúa á sölusýninguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Fyrsta skemmtiferðaskipið í hátt í 40 ár lagðist að bryggju á Sauðárkróki 14. júlí sl. Heitir skipið Hanseatic Nature og voru um 180 ferðamenn um borð í skipinu sem áttu kost á því að skoða Skagafjörð. Þótti heimsóknin takast vel. Þrjár skipakomur eru áætlaðar í viðbót á þessu sumri og ganga bóknir fyrir næstu ár vel.

    Næstu skipakomur í sumar eru:
    World Explorer - 29.07.22
    Azamara Pursuit - 13.08.22
    Azamara Pursuit - 19.08.22
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 2 Tekið til kynningar tölvupóstur um auglýsingaherferð frá Neyðarlínunni, dagsett 21.06.2022, sem ber heitið Góða skemmtun. Með átakinu Góða skemmtun vill Neyðarlínan hvetja almenning til að vera vakandi fyrir umhverfi sínu, stuðla að öryggi í samskiptum, virða mörk og segja frá ef einhver þarf á aðstoð að halda.

    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með 3 atkvæðum.

11.Landbúnaðarnefnd - 2

Málsnúmer 2207008FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 2 Undir þessum dagskrárlið kom fjallskilanefnd Akrahrepps, Þorkell Gíslason, Agnar Gunnarsson og Stefán Ingi Gestsson til viðræðu um ýmis málefni er varða fjallskil á svæði nefndarinnar. Brýnt er að fá Vegagerðina til að setja aftur upp ristahlið á Öxnadalsheiði og endurnýja girðingar milli Skagafjarðar og Hörgársveitar. Óskar landbúnaðarnefnd eftir að sveitarstjóri vinni að því máli í samstarfi við Hörgársveit. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 2 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. júlí 2022 frá Jóni Kjartanssyni fyrir hönd Fjallskilasjóðs Deildardals. Varðar erindið ósk um fjármagn til lagfæringu á vöðum og varnargörðum sem hafa farið illa í vatnavöxtum undanfarinna vikna.
    Landbúnaðarnefnd vísar í fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir árið 2022 þar sem áætlað er fyrir m.a. viðhaldi vega. Framlag til sjóðsins, 1.439.000 kr. verður greitt þegar ársreikningur fyrir árið 2021 hefur borist. Landbúnaðarnefnd óskar eftir að fulltrúar fjallskilasjóðsins komi á næsta fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um varanlega lausn á vandanum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.

12.Skipulagsnefnd - 3

Málsnúmer 2207010FVakta málsnúmer

Fundargerð 3. fundar skipulagsnefndar frá 20. júlí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Skipulagsnefnd - 3 Þann 13. júní 2022 móttók Skipulagsstofnun matsáætlun frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Skagafjarðarhöfnum, vegna umhverfismats Sauðárkrókshafnar.
    Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og matsáætlunina með auglýsingu frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2022. Matsáætlun liggur frammi hjá Skipulagsstofnun og hjá skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er jafnframt aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar á www.skipulag.is.

    Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögnum lögboðinni umsagnaraðila.
    Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 5. ágúst 2022. Sveitarfélagið Skagafjörður mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast og hefur þá 3 virka daga eftir að síðasta umsögn berst til að koma á framfæri svörum eða frekari upplýsingum. Taki framkvæmdaraðili sér lengri frest, lengist þá frestur Skipulagsstofnunar til að ljúka áliti sem því nemur. Gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun liggi fyrir 26. ágúst 2022.

    Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða matsáætlun.

    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Málið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 18. nóvember 2021, þá bókað:
    "Freyjugata 25 - Fyrirspurn varðandi skipulag. Fyrir liggur erindi frá Sýl ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjugötu 25. Áformað er að fjölga íbúðum úr 2 í 3 en húsið verður áfram undir nýtingarhlutfalli skv. núgildandi skipulagslýsingu. Byggingin mun þá fara út fyrir núverandi byggingarreit en þó að takmörkuðu leiti. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að fyrirspurnin verði grenndarkynnt í samræmi við 44.gr skipulagslaga.".
    Erindið hefur verið grenndarkynnt dagana 10.06.-05.07.2022 í samræmi við ofangreinda bókun, engar athugasemdir bárust.

    Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja umbeðna breytingar á skipulagi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Lögð fram tillaga að afmörkun skipulagssvæðis fyrir endurskoðun á gildandi deiliskipulagi. Ákveðið að stækka skipulagssvæðið til suðurs frá fyrri afmörkun.
    Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða í deiliskipulagsvinnuna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Kollgáta hönd landeiganda (Fljótabakki ehf.) óskar eftir leyfi til að fá að deiliskipuleggja jörðina að Stóru Brekku. Tilgangur deiliskipulags er skipuleggja annars vegar svæði fyrir geymslu og verkstæði austan við Sléttuveg og hins vegar svæði fyrir íbúðir starfsmanna sunnan við bæjarstæði Stóru Brekku.

    1. Skipulagssvæði fyrir geymslu og verkstæði er austan við Sléttuveg. Húsnæði fyrir geymslu og verkstæði er ætlað fyrir tækjakost.
    2. Svæði fyrir íbúðir starfsmanna, þar er gert ráð fyrir að reysa þrjú stakstæð hús á einni hæð.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að hefja umbeðna deiliskipulagsvinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta deiliskipulagsbreytingu fyrir Depla.
    Framkomnar athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna að breyttu deiliskipulagi - Depla, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Sigríðar Önnu Ellerup lögfræðings hjá Direkta lögfræðiþjónustu og ráðgjöf varðandi stofnun landspildu úr landi Skarðs L145958. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Skarð (L145958) - Vegsvæði", dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-01.

    Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum Torfa Ólafssyni, Tinna Pétursson og samkvæmt umboði fyrir hönd Hebu Pétursson.


    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.



    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Vilhjálmur Agnarsson og Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, lóðahafar Birkimels 20 óska eftir stækkun lóðar til norðurs.
    Sótt er um stækkun til norðurs í samræmi við færslu lóðamarka á Birkimel 22. Það er að segja að ætlaðri götu eða gangstétt.
    Með þessari færslu mætti milda út barð sem nú er á norður lóðarmörkum Birkimels 20. Er þetta barð nokkuð hátt og líklegt til þess að valda snjósöfnun og öðrum ama við húsið.
    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og vísar til gerðar deiliskipulags samanber bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23.06.2021, málsnúmer: 2103351.

    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Rögnvaldur Ólafsson sækir um leyfi fyrir byggingarreit til þess að setja niður geymslubragga í landi Flugumýrarhvamms, landnr. 146280, líkt og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdrátta eru S-101 og A-101 í verki nr. 70410202, dags. 12. maí 2022.
    Jákvæð umsögn minjavarðar liggur fyrir.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Ingi Björn Árnason f.h. Marbælis ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Marbælis, landnúmer 146058, á Langholti, Skagafirði, sækir um heimild til að stofna 215,3 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Marbæli dælustöð“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 10171010 útg. 1. júlí 2022. Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Útskipt spilda er fyrir dælustöð Skagafjarðarveitna.
    Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði Iðnaðar- og athafnalóð (20). Breyting á landnotkun mun ekki hafa áhrif á búrekstrarskilyrði og útskipt spilda skerðir ekki möguleika á ræktuðu landi á ræktunarlandi í I. og II. flokki skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
    Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar og lóðarnotkunar.
    Engin fasteign er á umræddri spildu.
    Engin hlunnind fylgja landskiptum.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Marbæli, landnr. 146058.

    Jafnframt er óskað eftir heimild til að stofna 26,68 m² byggingarreit innan útskiptrar spildu. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S01 útg. 1. júlí 2022 gerir grein fyrir staðsetningu reitsins. Um er að ræða byggingarreit fyrir dælustöð hitaveitu.

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti, en felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Halldór I. Hjálmarsson sækir um stækkun á innkeyrslu á lóð Fellstúns 14. Um er að ræða ca. 4-5 metra stækkun til suðurs. Meðfylgjandi myndir teknar heim að innkeyrslu og plani og aðaluppdráttur, blað A-104 gera grein fyrir erindinu. Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna stækkun.
    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Mál áður á fundi skipulagsnefndar þann 20.06.2022.
    Kári Ottósson þinglýstur eigandi jarðarinnar Viðvík (landnr. 146424) og nýstofnaðrar spildu Stjörnumýri, óskar hér með eftir heimild til að stofna 1800 fermetra byggingareit á landi lóðarinnar Stjörnumýri samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti nr S03 í verki nr 72091001, útg. 12.júlí 2022. Afstöðuuppdráttur vegna byggingareits er unnin af Stoð verkfræðistofu.
    Um er að ræða byggingareit fyrir íbúðarhús.
    Einnig er óskað eftir leyfi fyrir vegi að lóðinni með tengingu við Hólaveg 767 á hæsta hluta Hólakotshæðar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. Verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S03 í verki nr. 72091001, dags. útg. 12.júlí 2022.
    Vegagerðin hefur samþykkt staðsetningu umbeðinnar vegtengingarinnar.
    Jákvæð umsögn minjavarðar liggur fyrir.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Mál áður á fundi skipulagsnefndar þann 30.06.2022, þá m.a. eftirfarandi bókað:
    “Jónína Stefánsdóttir sækir fyrir hönd Hestamannafélagsins Skagfirðings um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar um Sauðárkrók. Umbeðin framkvæmd samræmist gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og kallar eftir frekari gögnum.
    Fyrirliggja gögn "Skógarhlíð, Sauðárkróki - reiðleið" unnin á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni, verknr. 72770001, dags. 19.07.2022.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Nefndin fer fram á að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Guðrún Brynja Guðsteinsdóttir og Gylfi Ingimarsson lóðarhafar lóðarinnar númer 6 við Hólaveg, L 143471 óska eftir heimild til að gera innkeyrslu á lóðina sunnanverða frá Hólavegi, við lóðarmörk lóðarinnar nr. 8 við Hólaveg.
    Ástæða umsóknar er m.a. til þess að færa ökutæki af götu vegna þrengsla þar sem ökutækjum er oft lagt beggja vegna götu og eins til þess að auðvelda þjónustuaðilum hreinsum gatnakerfis. Meðfylgjandi ljósmyndir sýna svæðið eins og það er í dag.
    Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna framkvæmd.
    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í neðangreind 83 staðföng á Sauðárkróki:
    Aðalgötu 1, 5, 7, 9, 11, 11b, 15, 17, 19, 25a, 25 og 27
    Brekkugötu 1, 3 og 5
    Hlíðarstíg 2 og 4
    Kambastíg 1, 2, 4, 6 og 8
    Kaupvangstorgi 1
    Lindargötu 5, 5b, 7, 9, 11, 13, 15 og 17
    Skagfirðingabraut 1, 3, 4, 5, 6, 7, 9, 9a, 11, 13, 15, 23, 25, 29, 31, 33, 37, 39, 41, 43, 45, 47 og 49
    Skógargötu 1, 2, 3, 3B, 5, 5b, 6, 6b, 7, 8, 9, 10, 10b, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 17b, 18 og 20
    Skólastíg 1
    Víðimýri 1, 4, 6, 8, 10.

    Áætlaður verktími eru 20-25 dagar og stefnt er að hefja framkvæmdir í byrjun ágúst eða um leið og leyfisveiting er fyrir hendi.
    Ekki er þörf á að grafa langa skurði í bæjarlandi, en opna þarf holur til að tengja saman heimtaugarör við stofnrör í gangstéttum svo hægt verði að draga blástursrör frá tengibrunni í hús.
    Míla á fyrirliggjandi röraforða á flestum stöðum skv. lagnagrunni Mílu.
    Einnig er óskað eftir að fá mögulegt aðgengi fyrir geymslu vinnutækja og lagnaefnis á framkvæmdatíma.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna heppilegt geymslusvæði fyrir framkvæmdaraðila á framkvæmdartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Lagt fram til kynningar bréf frá Vegagerðinni sem minnir á mikilvægi samráðs milli sveitarfélaga og ríkis þegar kemur að skipulagi samgangna.
    Vegagerðin stóð fyrir gerð leiðbeininga sem heita Vegir og skipulag og er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 1 þann 2.06.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 2 þann 24.06.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 3 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 3 þann 12.07.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar skipulagsnefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 2

Málsnúmer 2207011FVakta málsnúmer

Fundargerð 2. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 20. júlí 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 2 Íbúafundir til undirbúnings skoðanakönnunar voru haldnir í Varmahlíð og á Hofsósi mánudaginn 4. júlí. Um 15 manns mættu á fundinn í Varmahlíð og um 30 voru með í streymi. Á Hofsósi mættu 30 manns og svipaður fjöldi í streymi.Í dag hafa um 600 manns horft á fundinn í Varmahlíð og 365 manns horft á fundinn á Hofsósi.
    Niðurstöður skoðanakönnunar er eftirfarandi:
    Fjöldi á kjörskrá: 671
    Fjöldi greiddra atkvæða: 171
    Kosningaþátttaka: 25%
    Valkostur 1 | íbúar í dreifbýli Skagafjarðar skili flokkuðu heimilissorpi á móttökustöðvar í sveitarfélaginu: 62 atkvæði | Hlutfall 36%
    Valkostur 2 | Heimilissorp sótt á öll lögheimili í dreifbýli Skagafjarðar: 109 atkvæði | Hlutfall 64%.

    Á grundvelli niðurstöðu könnunarinnar samþykkir Umhverfis- og samgöngunefnd að valkostur 2 verði notaður við gerð komandi útboðs vegna sorphirðu í Skagafirði. Það er afar mikilvægt að stuðlað sé að sjálfbærri auðlindanýtingu með því að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs, dregið sé úr urðun og urðun lífbrjótanlegs úrgangs hætti. Nefndin telur það einnig ótvíræðan kost að það sé samræming í sorphirðu innan sveitarfélagsins. Nefndin hefði gjarnan viljað sjá meiri þátttöku en þakkar þeim sem tóku þátt og nýttu rétt sinn til að hafa áhrif á þróun mála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 2 Fyrir fundinum liggja drög að verklýsingu fyrir útboð á sorphirðu í Skagafirði 2023 - 2027.

    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að sjá um áframhaldandi vinnu við gerð útboðs og verklýsingar með það að markmiði að útboðsgögn verði tilbúin til auglýsingar í byrjun ágúst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi byggðarráðs 20. júlí 2022 með þremur atkvæðum.

14.Umsagnarbeiðni um matsáætlun Sauðárkrókshafnar

Málsnúmer 2207034Vakta málsnúmer

Vísað frá 3. fundi skipulagsnefndar dags 20. júlí 2022 þannig bókað:
Þann 13. júní 2022 móttók Skipulagsstofnun matsáætlun frá Sveitarfélaginu Skagafirði og Skagafjarðarhöfnum, vegna umhverfismats Sauðárkrókshafnar.
Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og matsáætlunina með auglýsingu frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2022. Matsáætlun liggur frammi hjá Skipulagsstofnun og hjá skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er jafnframt aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar á www.skipulag.is.
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögnum lögboðinna umsagnaraðila.
Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 5. ágúst 2022. Sveitarfélagið Skagafjörður mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast og hefur þá 3 virka daga eftir að síðasta umsögn berst til að koma á framfæri svörum eða frekari upplýsingum. Taki framkvæmdaraðili sér lengri frest, lengist þá frestur Skipulagsstofnunar til að ljúka áliti sem því nemur. Gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun liggi fyrir 26. ágúst 2022.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við matsáætlunina og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða matsáætlun.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.


15.Freyjugata 25 - Deiliskipulag - Fyrirspurn varðandi skipulag

Málsnúmer 2111041Vakta málsnúmer

Vísað frá 3. fundi skipulagsnefndar dags 20. júlí 2022 þannig bókað:
Málið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 18. nóvember 2021, þá bókað:
"Freyjugata 25 - Fyrirspurn varðandi skipulag. Fyrir liggur erindi frá Sýl ehf. varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Freyjugötu 25. Áformað er að fjölga íbúðum úr 2 í 3 en húsið verður áfram undir nýtingarhlutfalli skv. núgildandi skipulagslýsingu. Byggingin mun þá fara út fyrir núverandi byggingarreit en þó að takmörkuðu leiti. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að fyrirspurnin verði grenndarkynnt í samræmi við 44.gr skipulagslaga.".
Erindið hefur verið grenndarkynnt dagana 10.06.-05.07.2022 í samræmi við ofangreinda bókun, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja umbeðna breytingar á skipulagi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

16.Stóra Brekka í Fljótum - Deiliskipulag

Málsnúmer 2207091Vakta málsnúmer

Vísað frá 3. fundi skipulagsnefndar dags 20. júlí 2022 þannig bókað:
Kollgáta hönd landeiganda (Fljótabakki ehf.) óskar eftir leyfi til að fá að deiliskipuleggja jörðina að Stóru Brekku. Tilgangur deiliskipulags er að skipuleggja annars vegar svæði fyrir geymslu og verkstæði austan við Sléttuveg og hins vegar svæði fyrir íbúðir starfsmanna sunnan við bæjarstæði Stóru Brekku.
1. Skipulagssvæði fyrir geymslu og verkstæði er austan við Sléttuveg. Húsnæði fyrir geymslu og verkstæði er ætlað fyrir tækjakost.
2. Svæði fyrir íbúðir starfsmanna, þar er gert ráð fyrir að reysa þrjú stakstæð hús á einni hæð.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að hefja umbeðna deiliskipulagsvinnu.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

17.Deplar - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2111105Vakta málsnúmer

Vísað frá 3. fundi skipulagsnefndar dags 20. júlí 2022 þannig bókað:
Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta deiliskipulagsbreytingu fyrir Depla.
Framkomnar athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna að breyttu deiliskipulagi - Depla, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

18.Reiðleiðir - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2206226Vakta málsnúmer

Vísað frá 3. fundi skipulagsnefndar dags 20. júlí 2022 þannig bókað:
Mál áður á fundi skipulagsnefndar þann 30.06.2022, þá m.a. eftirfarandi bókað:
“Jónína Stefánsdóttir sækir fyrir hönd Hestamannafélagsins Skagfirðings um framkvæmdaleyfi fyrir gerð reiðleiðar um Sauðárkrók. Umbeðin framkvæmd samræmist gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og kallar eftir frekari gögnum.
Fyrirliggja gögn "Skógarhlíð, Sauðárkróki - reiðleið" unnin á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni, verknr. 72770001, dags. 19.07.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Nefndin fer fram á að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið.
Erindi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

19.Míla ehf. - Framkvæmdaleyfisumsókn - Ljósleiðaravæðing á Sauðárkróki

Málsnúmer 2207094Vakta málsnúmer

Vísað frá 3. fundi skipulagsnefndar dags 20. júlí 2022 þannig bókað:
Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í neðangreind 83 staðföng á Sauðárkróki:
Aðalgötu 1, 5, 7, 9, 11, 11b, 15, 17, 19, 25a, 25 og 27
Brekkugötu 1, 3 og 5
Hlíðarstíg 2 og 4
Kambastíg 1, 2, 4, 6 og 8
Kaupvangstorgi 1
Lindargötu 5, 5b, 7, 9, 11, 13, 15 og 17
Skagfirðingabraut 1, 3, 4, 5, 6, 7, 9, 9a, 11, 13, 15, 23, 25, 29, 31, 33, 37, 39, 41, 43, 45, 47 og 49
Skógargötu 1, 2, 3, 3B, 5, 5b, 6, 6b, 7, 8, 9, 10, 10b, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 17b, 18 og 20
Skólastíg 1
Víðimýri 1, 4, 6, 8, 10.
Áætlaður verktími eru 20-25 dagar og stefnt er að hefja framkvæmdir í byrjun ágúst eða um leið og leyfisveiting er fyrir hendi.
Ekki er þörf á að grafa langa skurði í bæjarlandi, en opna þarf holur til að tengja saman heimtaugarör við stofnrör í gangstéttum svo hægt verði að draga blástursrör frá tengibrunni í hús.
Míla á fyrirliggjandi röraforða á flestum stöðum skv. lagnagrunni Mílu.
Einnig er óskað eftir að fá mögulegt aðgengi fyrir geymslu vinnutækja og lagnaefnis á framkvæmdatíma.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að finna heppilegt geymslusvæði fyrir framkvæmdaraðila á framkvæmdartíma.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:45.