Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

87. fundur 22. mars 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 87 – 22.03. 2000

Ár 2000, miðvikudaginn 22. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Erindi frá Steini Ástvaldssyni og fleirum.
    2. Bréf frá húsverði Árgarðs.
    3. Írlandsferð.
    4. Samkomulag við V.S.Ó. ráðgjöf.
    5. Bréf frá Hestasport.
    6. Boðun funda.
    7. Skýrsla um útvarpsmál.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lagt fram erindi frá Steini Ástvaldssyni og fleirum, dagsett 21. mars 2000, varðandi ósk um að sveitarstjórn og/eða byggðarráð taki upp samningaviðræður við Starfsmannafélag Skagafjarðar fyrir þeirra hönd, þar sem þau hyggjast ganga í það félag. Byggðarráð samþykkir að leita eftir lögfræðilegu áliti á stöðu sveitarfélagsins í þessu máli.
    Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa.

  2. Lögð fram umsókn frá Sigurði Sigurðssyni, húsverði félagsheimilisins Árgarðs, dagsett 15. mars 2000 um vínveitingaleyfi fyrir félagsheimilið. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Sigurð Sigurðsson um erindið.

  3. Byggðarráð samþykkir að eftirtalin verði fulltrúar sveitarfélagsins í fræðslu- og kynnisferð til Írlands: Herdís Á. Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað, Snorri Björn Sigurðsson, Sigrún Alda Sighvats og Brynjar Pálsson.
  4. Lagður fram samningur á milli VSÓ Ráðgjöf Akureyri ehf. og sveitarfélagsins um verkefnið Árangursmælingar og samanburður hjá sveitarfélögum um rekstur leik- og grunnskóla, öldrunarþjónustu og íþróttamála. Byggðarráð samþykkir samninginn.

  5. Lagt fram bréf eigendum fasteigna við Vegamót í Varmahlíð, varðandi ósk um að sveitarstjórn boði til fundar til að ræða umhverfismál og mögulegar úrbætur, aðkeyrslu að byggingum, frárennslismál, lýsingu og stígagerð meðfram þjóðvegi og málefni Hitaveitu Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar sem og veitustjórnar.

  6. Byggðarráð samþykkir að senda fundarboð sem tölvupóstviðhengi til nefnda- og sveitarstjórnarmanna. Fylgigögn verða tiltæk á heimasíðu og jafnframt á skrifstofu sveitarfélagsins. Hætt verður að senda aðal- og varamönnum í nefndum fundarboð sveitarstjórnar í pósti.
  7. Lögð fram til kynningar skýrsla dagsett 21. mars 2000 um útvarpssendingar og dreifingu í Skagafirði, sem unnin var af Eyþóri Einarssyni, rafeindavirkja.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1120
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
             Margeir Friðriksson, ritari
             Snorri Björn Sigurðsson