Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

104. fundur 26. júlí 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  104 – 26.07. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 26. júlí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Pétur Valdimarsson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
 
DAGSKRÁ:
1.      Viðræður við Einar Einarsson stjórnarmann í Sjávarleðri ehf.
2.      Bréf frá Skotfélaginu Ósmann.
3.      Bréf frá sóknarnefnd Hvammskirkju.
4.      Kaupsamningur um Skúfsstaði.
5.      Samningur um vörubílaakstur.
6.      Bréf frá Verkslýðsfél. Fram og Verkakvennafél. Öldunni.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Einar Einarsson stjórnarmaður í Sjávarleðri ehf. kom á fund byggðarráðs og kynnti stöðu fyrirtækisins og framtíðarhorfur.
 
2.      Lagt fram bréf frá Skotfélaginu Ósmann, dagsett 17. júlí 2000, þar sem félagið óskar eftir að fá keypta aðra færanlegu skólastofuna sem stendur við Barnaskólann, þegar hún hættir að gegna núverandi hlutverki.
 
Byggðarráð samþykkir að þegar skólastofan hættir að gegna hlutverki sínu þá muni þetta erindi verða haft í huga.
 
3.      Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Hvammskirkju, dagsett 8. júlí 2000, þar sem farið er fram á lögbundið framlag frá sveitarfélaginu til lagfæringar á girðingu umhverfis kirkjugarðinn.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Jón Stefánsson formann sóknarnefdar.
 
4.      Lagður fram kaupsamningur um jörðina Skúfsstaði á milli Sigurðar Þorsteinssonar og Huldu Njálsdóttur annars vegar og Þorsteins Axelssonar hins vegar, dagsettur 14. júní 2000.
 
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 
5.      Byggðarráð samþykkir að bjóða út vörubílaakstur fyrir sveitarfélagið.
 
6.      Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélaginu Fram og Verkakvennafélaginu Öldunni, þar sem kynntir eru fulltrúar verkalýðsfélaganna í samstarfsnefnd, samkvæmt bókun kjarasamninga frá 30. maí sl.  Einnig er óskað eftir að tilnefningu tveggja fulltrúa af hálfu sveitarfélagsins í nefndina.
 
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Gísla Gunnarsson og Elinborgu Hilmarsdóttur í nefndina.  Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við þessa afgreiðslu.
 
Einnig lagt fram til kynningar bréf frá Verkalýðsfélaginu Fram og Verkakvennafélaginu Öldunni, dagsett 24. júlí 2000, þar sem tilkynnt er að Sigurlaug Brynleifsdóttir gegni starfi trúnaðarmanns starfsfólks í samræmi við kjarasamning Launanefndar sveitarfélaganna og ofangreindra verkalýðsfélaga frá 30. maí 2000.
                                    
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt.   Fundi slitið kl. 10.55
                                                                   Margeir Friðriksson, ritari
                        Herdís Sæmundardóttir
                        Gísli Gunnarsson
                        Ásdís Guðmundsdóttir
                        Pétur Valdimarsson
                        Elinborg Hilmarsdóttir
                        Snorri Björn Sigurðsson