Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

113. fundur 11. október 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  113 – 11.10. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 11. október, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Bréf frá jafnréttisráðgjafa Norðulands vestra
2.      Orlofsmál
3.      Bréf jafnréttisráðgjafa um menntasmiðju
4.      Upplýsingar um tekjuframlag 2000
5.      Starfslýsingar í skólum
6.      Búferlaflutningar janúar-september 2000
7.      Fasteignaskattar vegna RARIK
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lagt fram bréf frá jafnréttisráðgjafa Norðurlands vestra, dagsett 6. október 2000 um ný jafnréttislög.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálanefndar.
 
2.      Orlofsmál starfsmanna rædd.
 
3.      Lagt fram til kynningar bréf frá jafnréttisráðgjafa Norðurlands vestra, dagsett 4. október um verkefnið Menntasmiðja fyrir konur í Skagafirði.
 
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri ræði við jafnréttisráðgjafa Norðurlands vestra um erindið.
 
4.      Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, þar sem fram kemur að úthlutað tekjujöfnunarframlag ársins 2000 til Sveitarfélagsins Skagafjarðar er að upphæð kr. 43.122.138.
 
5.      Lagt fram bréf frá Rúnari Vífilssyni skólamálastjóra, dagsett 19. september 2000 varðandi starfslýsingar í skólum.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til samráðsnefndar sveitarfélagsins og verkalýðsfélaganna Fram og Öldunnar.  Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa máls.
 
6.      Lagt fram til kynningar yfirlit frá Hagstofu Íslands um búferlaflutninga tímabilið janúar-september 2000.
 
7.      Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að innheimta fasteignaskatta af eignum RARIK í Fljótum fyrir árin 1999 og 2000.
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1115.
 
Elinborg Hilmarsdóttir                 Margeir Friðriksson, ritari
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Herdís Á. Sæmundardóttir
Gísli Gunnarsson