Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

119. fundur 29. nóvember 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  119 – 29.11. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 29. nóvember,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
 
DAGSKRÁ:
1.      Útsvarsprósenta – tillaga
2.      Samkomulag við Flugu ehf.
3.      Bréf frá SSNV um skólaskip
4.      Bréf frá Alþingi
5.      Vettvangsheimsókn í Árskóla
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Lögð fram tillaga um að útsvarsprósenta í Sveitarfélaginu Skagafirði verði 12,70#PR  árið 2001 með fyrirvara um samþykkt á breytingu laga um tekjustofna sveitarfélaga.
 
Byggðarráð samþykkir ofangreinda tillögu með fjórum atkvæðum en Ingibjörg Hafstað situr hjá og óskar bókað:
 
Ég undirrituð óska að það sé bókað að ég set mig ekki á móti tillögu að hækkun útsvarsprósentu í 12,70#PR sem er það hámark sem sveitarfélögum er heimilt að nota, en vek á því athygli að þessi hækkun er að stærstum hluta tilkomin vegna þeirra útgjalda sem ríkisvaldið hefur velt yfir á sveitarfélögin.  Sveitarfélaginu Skagafirði er auk þess, fjárhagsstöðu sinnar vegna, nauðsyn að hafa prósentuna í hámarki.  En þar sem ég geri ekki ráð fyrir að hafa mikið um það að segja hvernig þessu fé verði varið, þá sit ég hjá við afgreiðslu.
 
2.      Lögð fram drög að samkomulagi við Flugu ehf. um uppbyggingu og rekstur reiðhallar á Sauðárkróki.
 
Byggðarráð samþykkir samkomulagið með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Ingibjargar Hafstað sem mun gera grein fyrir afstöðu sinni á næsta sveitarstjórnarfundi.
 
3.      Lagt fram bréf frá SSNV, dagsett 16. nóvember 2000, þar sem óskað er eftir svörum við því hvort sveitarfélagið geti tekið þátt í kaupum eða leigu og rekstri skólaskips.  Einnig lagt fram afrit af bréfi Sjávarútvegsráðuneytisins dagsett 27. september til SSNV um sama málefni.
 
Byggðarráð samþykkir að ekki sé hægt að verða við erindinu.
 
4.      Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngunefnd Alþingis, dagsett 16. nóvember 2000, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um loftferðir, 56. mál, leiðarflugsgjöld.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið fyrir næsta byggðarráðsfund.
 
5.      Byggðarráð fór í vettvangsheimsókn í Árskóla til að skoða nýbyggingu skólahúsnæðisins.
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 12.
 
                                                                        Margeir Friðriksson, ritari