Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

135. fundur 16. maí 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  135 – 16.05. 2001.

Ár 2001, miðvikudaginn 16. maí  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hafstað auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

DAGSKRÁ:
                1.        Ársreikningar 2000
                2.        Bréf frá Menntamálaráðuneytinu
                3.        Bréf frá FSNV
                4.        Laun í vinnuskóla 2001
                5.        Bréf frá Sýslumanni
                6.        Bréf frá Guðmundi Óla Pálssyni
                7.        Bréf frá SSNV
                8.        Bréf frá Þroskaþjálfafélagi Íslands

AFGREIÐSLUR:
1.                  Kristján Jónasson endurskoðandi frá KPMG Endurskoðun hf. kom á fundinn og skýrði reikninga sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2000. Vék hann síðan af fundi.
2.                  Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dagsett 9. maí 2001, varðandi nýtt upplýsingakerfi fyrir bókasöfn.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar til umsagnar.

3.                  Lagt fram bréf frá Farskóla Norðurlands vestra – miðstöð símenntunar, dagsett 10. maí 2001, um tölvumál.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skólanefndar.

4.                  Tímakaup í vinnuskóla árið 2001.
Byggðarráð samþykkir að fela menningar-, íþótta- og æskulýðsfulltrúa og fjármálastjóra að ganga frá málinu í samræmi við fjárhagsáætlun 2001.

5.                  Lagt fram bréf frá Sýslumanni, dagsett 7. maí 2001, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Fosshótels Áningar ehf. um leyfi til að reka hótel og veitingahús í húsnæði heimavistar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

6.                  Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Guðmundar Óla Pálssonar til dómsmálaráðherra, dagsett 26. apríl sl., varðandi ákvörðun sýslumanns um framkvæmd opinberra dansleikja í Skagafirði frá og með 15. maí 2001.
7.                  Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 8. maí 2001, varðandi heimilisfesti starfsmanna á sambýlum.
8.                  Lagt fram til kynningar bréf frá Þroskaþjálfafélagi Íslands, dagsett 15. maí 2001 um verkfallsboðun félagsins kl. 00:00 föstudaginn 1. júní 2001.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1155
                                                            Margeir Friðriksson, ritari