Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

150. fundur 26. september 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 150 – 26.09. 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 26. september, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.            Endurskoðun fjárhagsáætlunar
            2.            Erindi frá Nýsköpunarsjóði v/Sjávarleðurs hf.
            3.            Frá umhverfis- og tækninefnd v/Reykjarhólsvegar
            4.            Erindi frá Kjöthlöðunni sf.
            5.            Frá Byggðastofnun v/byggðakvóta
            6.            Áherslur í erindum til fjárlaganefndar
            7.            Kauptilboð í Lækjarbakka 7
            8.            Gjaldskrá Ljósheima
            9.            Samþykktir fyrir “Húseignir Skagafjarðar ehf.”
            10.            Dagskrá fjármálaráðstefnu 10. og 11. október
            11.            Viðbótarlán 2002
            12.            Karlakórinn Heimir
            13.            Fréttabréf
 
AFGREIÐSLUR:
  1. Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2001.
Meirihluti byggðarráðs leggur fram eftirfarandi bókun:
“Niðurstaða endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001, að teknu tilliti til verðlagsþróunar, kjarasamninga, ákvarðana sveitarstjórnar á árinu og einstakra framkvæmda, er eftirfarandi:
Niðurstaða rekstrar- og framkvæmdaáætlunar er nú;
·        Rekstrarafgangur að upphæð 106,8 milljónir króna í stað 178,4 milljóna króna og hefur því versnað um 71,6 milljón króna.
·        Rekstrarhalli að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar verður 13,6 milljónir króna í stað rekstrarafgangs að upphæð 112,8 milljónir króna og hefur því versnað um 126,4 milljónir króna
·        Niðurstaða endurskoðaðrar gjaldfærðrar og eignfærðrar fjárfestingar er áætluð 189,4 milljónir króna útgjöld í stað 152,4 milljóna króna og hafa því áætluð útgjöld ársins aukist um 47 milljónir kóna.
·        Samtals gerir rekstrar- og framkvæmdaáætlunin ráð fyrir halla að upphæð 213 milljónir króna í stað 39,5 milljóna króna.  Hallinn vex því um 173,5 milljónir króna.
Áætlað fjármagnsstreymi sem tekur mið af þessari áætlaðri niðurstöðu rekstrar- og framkvæmdayfirlits gefur að ráðstöfun ársins umfram tekjur þess verði 314,4 milljónir króna í stað 173,7 milljóna króna.  Ráðstöfun ársins umfram tekjur vex því um 141 milljón króna.
Auk þessa bætist síðan við 151,5 milljón króna skekkja í fyrri fjárhagsáætlun ársins.  Veltufjárstaðan var röng í samþykktri fjárhagsáætlun og jafnframt sett fram neikvæð í árslok.  Gera verður ráð fyrir að veltufjárstaða sveitarsjóðs verði að vera viðunandi í árslok.  Heildarlánsfjárþörf ársins verður því  429 milljón króna að öðru óbreyttu.”
            Tillaga vegna liðarins:
“Vegna framkominna upplýsinga um fjárhagsáætlun ársins 2001 samþykkir byggðaráð eftirfarandi.
1.      Að fela sveitarstjóra og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að fínkemba fjárhagsáætlunina, bæði hvað varðar rekstur og framkvæmdir, og koma með tillögur að breytingum er leiða til lækkunar á útgjöldum sveitarfélagsins á árinu.
2.      Að leggja fram tillögur á næsta fundi byggðaráðs um stærri breytingar á rekstri og eignum sveitarfélagsins er leitt geta til hagfelldari niðurstöðu á fjárhagsáætlun ársins 2001.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun verður síðan afgreidd á næsta sveitarstjórnarfundi.”
Byggðarráð samþykkir tillöguna.  Gísli Gunnarsson og Ásdís 
Guðmundsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.

Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra að hefja lán að upphæð kr. 30.000.000 hjá Eyvindarstaðaheiði ehf.
Byggðarráð samþykkir að heimila ráðningu í 50#PR stöðu við mötuneyti starfsmanna og 50#PR stöðu við mötuneyti nemenda í Árskóla.  Einnig 30#PR stöðu við leikskólann á Sólgörðum.  Samþykkt að ráðið verði í 50#PR stöðu skólaliða við Varmahlíðarskóla og þessari ákvörðun vísað til 
rekstrarnefndar Varmahlíðarskóla.  Öllum þessum erindum um 
ráðningar var vísað til byggðarráðs frá skólanefnd 8. september sl.

  1. Lagt fram erindi frá Nýsköpunarsjóði vegna aukningar hlutafjár í Sjávarleðri hf.
Byggðarráð samþykkir að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni og jafnframt fela sveitarstjóra að ræða við Byggðastofnun og/eða aðra aðila um aðkomu að fyrirtækinu.
  1. Lagt fram erindi frá umhverfis- og tækninefnd vegna Reykjarhólsvegar.
Byggðarráð samþykkir að bjóða út verkið á forsendum umhverfis- og tækninefndar, með þeim fyrirvara að aðrir aðilar að verkinu séu samþykkir og fyrir liggi nákvæm kostnaðaráætlun á næsta sveitarstjórnarfundi.  Erindinu vísað til samráðsnefndar Skagafjarðar og Akrahrepps.
  1. Lagt fram bréf frá Kjöthlöðunni sf. dagsett 22. september 2001 þar sem óskað er eftir svari við erindi sem tekið var fyrir hjá byggðarráði 18.04. 2001.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
  1. Lagt fram bréf frá Nýsi hf. dagsett 18. september 2001 um úthlutun byggðakvóta Byggðastofnunar vegna fiskveiðiðárins 2001-2002.
Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu.
  1. Áherslur í erindum til fjárlaganefndar kynntar.
  1. Lagt fram kauptilboð í Lækjarbakka 7, Steinsstaðahverfi, frá Guðnýju Þórðardóttur og Grétari Guðbergssyni, dagsett 14. september 2001.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra kanna málið nánar.
  1. Gjaldskrá Ljósheima.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ná samkomulagi við hússtjórn Ljósheima um húsaleigu vegna félagsstarfs aldraðra.
  1. Lögð fram til kynningar drög að samþykktum fyrir “Húseignir Skagafjarðar ehf.”
  1. Lögð fram til kynningar dagskrá fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga dagana 10. og 11. október 2001.
  1. Byggðarráð samþykkir að sækja um heimild til úthlutunar viðbótarlána á árinu 2002 að upphæð kr. 26.000.000 til Íbúðalánasjóðs.
  1. Lagt fram bréf frá Karlakórnum Heimi, dagsett 24. september 2001 um félagsheimilið Miðgarð.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
13.       Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt starfsmönnum að vinna að útgáfu fréttabréfs um málefni sveitarfélagsins.
Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 1240