Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

171. fundur 13. mars 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 171 - 13.03. 2002

Ár 2002, miðvikudaginn 13. mars, kom byggðarráð saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 1000.
   
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.      Uppbygging Nafarhússins á Hofsósi
            2.      Samningur um gamla bæinn í Glaumbæ
            3.      Erindi vegna fasteignagjalda
            4.      Byggðasamlag um málefni fatlaðra – fundarboð
            5.      Frá Alþingi – umsögn um frumvarp um stjórn fiskveiða
            6.      Frá Veðurstofu v/brágðabirgðahættumats fyrir Ljótsstaði
            7.      Frá Húsfriðunarnefnd v/endurbyggingar réttar í landi Bjarnastaðahlíðar
            8.      Erindi frá Búhöldum v/stofnstyrks
            9.      Húsnæðismál Árvistar
            10.  Frá Sambandi sveitarfélaga – aðgengi fatlaðra að kjörstöðum
            11.  Frá Sambandi sveitarfélaga – ráðstefna um símenntun starfsmanna
            12.  Erindi frá Zoran Kokotovic v/heimildamynda um Skagafjörð

AFGREIÐSLUR:
    1.   Lagt fram bréf frá Snorra Þorfinnssyni ehf., dagsett 11. mars 2002, um Nafarhúsið á Hofsósi, auk tölvupósts um sama efni frá 4. mars sl..
Byggðarráð samþykkir að afhenda Snorra Þorfinnssyni ehf. umrætt hús til eignar og felur sveitarstjóra að ganga frá lóðarsamningi og öðrum skjölum þar um.
    2.   Lagður fram samningur á milli Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands um gamla bæinn í Glaumbæ, Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
    3.   Lagt fram bréf um niðurfellingu fasteignaskatts.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið.
    4.   Lagt fram til kynningar fundarboð frá Byggðasamlagi um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, vegnar fundar á Hótel Varmahlíð þann 15. mars nk., um afgreiðslu á þjónustusamningi um málefni fatlaðara á Norðurlandi vestra til næstu 5 ára auk endurskoðunar á samstarfssamningi.
    5.   Lagt fram til kynningar bréf frá sjávarútvegsnefnd Alþingis, dagsett 7. mars 2002, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 562. mál.
    6.   Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands, dagsett 4. mars 2002, varðandi bráðabirgðahættumat fyrir lögbýlið Ljótsstaði, Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að annast málið.
    7.   Lagt fram bréf frá Húsfriðunarnefnd ríkisins, dagsett 6. mars 2002, vegna umsóknar um styrk vegna réttar í landi Bjarnastaðahlíðar í Vesturdal.  Kemur fram í bréfinu að umsóknin hljóti ekki styrk að sinni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.
    8.   Lagt fram bréf frá Búhöldum hsf., dagsett 22. febrúar 2002, varðandi afgreiðslu byggðarráðs frá 6. febrúar sl. á stofnstyrksumsókn félagsins.
Byggðarráð staðfestir fyrri afgreiðslu og felur sveitarstjóra að svara erindinu.  Gísli Gunnarsson óskar bókað að hann sitji hjá.
    9.   Húsnæðismál Árvistar rædd.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið nánar.
10.   Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 4. mars 2002, varðandi aðgengi fatlaðra að kjörstöðum við sveitarstjórnarkosningarnar 25. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til kjörstjórnar.
11.   Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 5. mars 2002, um ráðstefnu um símenntun starfsmanna sveitarfélaga, 12. apríl nk.
Byggðarráð samþykkir að kynna þessa ráðstefnu fyrir sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum og starfsmönnum sveitarfélagsins sem og öðrum þeim sem falla undir markhóp ráðstefnunnar.
12.   Lagt fram ódagsett bréf frá Zoran Kokotovic, þar sem óskað er eftir styrk vegna lokafrágangs á þremur kvikmyndum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1100