Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

206. fundur 15. janúar 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 206 – 15.01. 2003


 Ár 2003, miðvikudaginn 15. janúar, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
                 
1.           
Erindi vegna deiliskipulags Glaumbæjar
                 
2.           
Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði
                 
3.           
Sala íbúða - forgangsröð
                 
4.           
Lánasjóður sveitarfélaga – Lánsumsóknir 2003
                 
5.           
Trúnaðarmál
                 
6.           
Bréf og kynntar fundargerðir.
                    a)      Úttekt á grunnskólum í Skagafirði
                    b)     
Bréf frá ATF ehf. á Akureyri      
 AFGREIÐSLUR: 
    1.   Lagt fram bréf frá Prestssetrasjóði, dagsett 7. janúar 2003 varðandi vinnu við deiliskipulag Glaumbæjar í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Sigríði Sigurðardóttur minjavörð í Glaumbæ um málið. 
    2.   Sveitarstjóri lagði fram drög að nýrri reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög. 
    3.   Sveitarstjóri lagði fram áætlun yfir þær félagslegu íbúðir sem stefnt er á að selja árin 2003-2005.
Byggðarráð samþykkir áætlunina. 
    4.   Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 8. janúar 2003, varðandi lánsumsókn 2003.
      Byggðarráð samþykkir fela fjármálastjóra og sveitarstjóra að koma með tillögu          um lántökur á árinu 2003.  
    5.   Sjá trúnaðarbók. 
    6.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Kynnt bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 6. janúar 2003 varðandi úttekt á sjálfsmatsaðferðum í grunnskólum sveitarfélagsins.
b)      Kynnt bréf frá ATF ehf., dagsett 2. janúar 2003 varðandi áætlunarakstur Akureyri-Hofsós-Sauðárkrókur. 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1123
                                                         Margeir Friðriksson, ritari.