Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

224. fundur 06. júní 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 224 – 06.06. 2003

 
 
Ár 2003, föstudaginn 6. júní, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 900.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                  1.            Kári Ottósson og Guðríður Magnúsdóttir. – viðræður um kaup á landi við Kolkuós
                  2.            Erindi frá Markaðsskrifstofu Norðurlands – álit atvinnu- og ferðamálanefndar
                  3.            Erindi frá Landsmótsnefnd UMFÍ
                  4.            Brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Skagafjarðar
                  5.            Ársfundur Byggðastofnunar
                  6.            Umsókn um vínveitingaleyfi
                  7.            Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands
b)      Bréf frá foreldrafélagi leikskólans Brúsabæjar
c)      Bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Kári Ottósson og Guðríður Magnúsdóttir komu á fundinn til viðræðna um kaup á landi við Kolkuós.  Viku þau síðan af fundi.
 
2.      Lögð fram bókun atvinnu- og ferðamálanefndar frá 2. júní sl. um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði þátttakandi í Markaðsskrifstofu Norðurlands að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Byggðarráð samþykkir tillögu atvinnu- og ferðamálanefndar um að taka þátt að uppfylltum skilyrðum.
 
3.      Lagt fram erindi frá Landsmótsnefnd UMFÍ.
Byggðarráð samþykkir að greiða húsaleigustyrk að upphæð kr. 15.000 á mánuði til ágústloka 2004.  Féð verði tekið af málaflokk 06.
 
4.      Sveitarstjóri lagði fram brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir að Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri komi á næsta fund.
 
5.      Lagt fram til kynningar fundarboð ársfundar Byggðastofnunar 13. júní 2003, sem haldinn verður á Höfn í Hornafirði.
 
6.      Lögð fram umsókn frá Fosshóteli Áningu um vínveitingaleyfi frá 1. júní til 31. ágúst 2003.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfið fyrir ofangreint tímabil.
 
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a.       Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands vegna styrktarsjóðs EBÍ 2003.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til allra nefnda sveitarfélagsins.
b.      Lagt fram bréf frá foreldrafélagi leikskólans Brúsabæjar.
Byggðarráð samþykkir að vísa bréfinu til fræðslu- og menningarnefndar.
c.       Bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu um 70 km./klst. hámarkshraða við Varmalæk og grennd.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1000