Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

227. fundur 25. júní 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 227 – 25.06. 2003

 
 
Ár 2003, miðvikudaginn 25. júní, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Snorri Styrkársson áheyrnarfulltrúi auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                  1.            Kosning formanns og varaformanns byggðarráðs
                  2.            Upprekstrarfélag Eyvindastaðaheiðar - viðræður
                  3.            Véla- og samgönguminjasafn – áður á dagskrá 23. maí 2003
                  4.            Umsókn um leyfi til að reka veitingastofu í húsnæði Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð
                  5.            Umsókn um leyfi til að reka gistiskála og eldunaraðstöðu í Lauftúni og gistingu í Húsey í Skagafirði
                  6.            Erindi frá FNV um skipan fulltrúa í vinnuhóp um framtíðarskipan fræðslumála á Norðurlandi vestra
                  7.            Úttekt á grunnskólum í Sveitarfélaginu í Skagafirði
                  8.            Framkvæmdir ársins 2002
                  9.            Þókun vegna kjörstjórnarstarfa
              10.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)            Bréf frá Félagi tónlistarkennara
b)            Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga
c)            Bréf frá Menntamálaráðuneytinu
d)            Fundargerð.  Starfshópur um byggðatengsl og sveitarfélög
 
AFGREIÐSLUR:
1.      Sveitarstjóri gerði tillögu um Gísla Gunnarsson sem formann byggðarráðs og Bjarna Jónsson sem varaformann.
Samþykkt samhljóða.
 
2.      Á fundinn komu Sigfús Pétursson og Erla Hafsteinsdóttir fulltrúar Upprekstrarfélags Eyvindastaðarheiðar til viðræðna um endurbætur á skála við Galtará.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að málinu.
 
3.      Erindi frá fundi byggðarráðs 23. maí 2003 frá Véla- og samgönguminjasafninu í Stóragerði.
Byggðarráð samþykkir að styrkja safnið um kr. 300.000 vegna uppbyggingar á sýningaraðstöðu við safnið.  Fjárveitingin greiðist af málaflokki 21.
 
4.      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 20. júní 2003, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kaupfélags Skagfirðinga um endurnýjun á leyfi til að reka veitingastofu í húsnæði Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
5.      Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 19. júní 2003, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Indu Indriðadóttur um endurnýjun á leyfi til að reka gistiskála í sérstakri byggingu að Lauftúni og eldunaraðstöðu í skemmu fyrir gesti á tjaldsvæði. Jafnframt er farið fram á leyfi til að reka gistingu á einkaheimili að Húsey.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina
 
6.      Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, dagsett 6. júní 2003, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni einn fulltrúa í vinnuhóp til að vinna að tillögugerð um framtíðarskipan fræðslumála á Norðurlandi vestra með tilliti til fjarnáms og nýtingar á fræðslusetrum á nokkrum þéttbýlisstöðum á svæðinu.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Ásdísi Guðmundsdóttur sem aðalmann og Gísla Árnason varamann.
 
7.      Lögð fram tillaga sveitarstjóra að byggðarráð heimili að gert verði mat á rekstri grunnskóla í Skagafirði og tónlistarskóla í samstarfi við KPMG á Sauðárkróki.  Verkið fari fram á haustdögum og niðurstöður liggi fyrir í nóvember nk.  Áætlaður kostnaður allt að kr. 1.000.000.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og leggur áherslu á að fyrirhuguð úttekt verði kynnt fyrir skólastjórum og starfsfólki viðskomandi skóla. Kostnaður verði greiddur af málaflokki 21 .
 
8.      Byggðarráð samþykkir að óska eftir sundurliðuðu yfirliti yfir framkvæmdir ársins 2002.
 
9.      Lagðar fram tillögur að þóknun fyrir kjörstjórnarstörf við kosningar til sveitarstjórnar, alþingiskosningar og forsetakosningar:
Byggðarráð samþykkir að miða þóknanir við kjarasamning Kjarna, launaflokk 120, 6. þrep.
Yfirkjörstjórn í Sveitarfélaginu Skagafirði; formaður 60#PR af taxta, aðrir yfirkjörstjórnarmenn 55#PR.
Undirkjörstjórn á Sauðárkróki; formaður 50#PR, aðrir 45#PR, dyravörður 20#PR.
Undirkjörstjórn á Hofsósi og Varmahlíð; formaður 35#PR, aðrir 30#PR, dyravörður 15#PR.
Aðrar undirkjörstjórnir; allir 20#PR, dyravörður 15#PR.
Tímakaup 3,2#PR.
 
10.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)        Bréf frá félagi tónlistarkennara, dagsett 18. júní 2003
b)       Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga, dagsett 16. júní 2003
c)        Bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dagsett 12. júní 2003 varðandi úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.  Byggðarráð fagnar jákvæðum niðurstöðum úttekta á Árskóla og Varmahlíðarskóla.
d)       Fundargerð frá 19. júní 2003.  Byggðaáætlun Eyjafjarðar - Starfshópur um byggðatengsl og sveitarfélög.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1200