Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

236. fundur 16. september 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 236 – 16.09. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 16. september, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga kemur til fundar
2.                  Samningur um Borgargerði
3.                  Erindi frá Hólaskóla vegna Freyjugötu 7, Sauðárkróki
4.                  Umsögn um rekstur gistiheimilis að Stóra-Vatnsskarði
5.                  Málefni Eignasjóðs
6.                  Innlausn íbúðar
7.                  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a.       Fundargerð hluthafafundar Sjávarleðurs ehf.
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Þessum dagskrárlið frestað.
 
    2.    Lagður fram verksamningur um gerð götunnar Borgargerði á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir verksamninginn með tveimur atkvæðum.  Gunnar Bragi Sveinsson greiðir atkvæði á móti.
 
    3.    Lagt fram bréf frá Hólaskóla, dagsett 5. september 2003 varðandi afnot af Freyjugötu 7, Sauðárkróki ásamt gjaldtöku fyrir heitt og kalt vatn.
Byggðarráð samþykkir að Hólaskóli fái húsnæðið Freyjugötu 7 endurgjaldslaust til 31. júlí 2006 til kennslu og rannsóknarstarfa. Sveitarstjóra falið að gera uppkast að samkomulagi þar um. Jafnframt vísar byggðarráð fyrirspurn um heitt og kalt vatn til stjórnar Skagafjarðar­veitna ehf.
 
    4.    Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 10. september 2003, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Benedikts Benediktssonar um leyfi til að reka gistiþjónustu á einkaheimili að Stóra-Vatnsskarði, Skagafirði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
    5.    Elsa Jónsdóttir, sviðssjóri Eignasjóðs Skagafjarðar, kom á fundinn til viðræðna um starfsemi sjóðsins.
 
    6.    Innlausn íbúðar í Víðigrund 24.
Byggðarráð samþykkir að innleysa íbúðina.
 
    7.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð hluthafafundar Sjávarleðurs ehf. frá 12. september 2003.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1210