Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

278. fundur 21. september 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 278 – 21.09. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 21. september kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kemur til fundar
                  2.            Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs kemur til fundar.
                  3.            Erindi frá Fræðslu- og menningarnefnd.
                  4.            Yfirlit yfir rekstur fyrstu átta mánuði ársins.
                  5.            Eignasjóður
a)      Erindi frá Jóni Ormari Ormssyni.
                  6.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ráðstefnu um Staðardagskrá 21
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs kom inn á fundinn og greindi frá verkefnastöðu á sviðinu og rekstrarstöðu málaflokka.
 
Hallgrímur Ingólfsson vék af fundi.
 
    2.    Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn og greindi frá verkefnastöðu á sviðinu og rekstrarstöðu málaflokka.
 
    3.    Lagt fram erindi frá Fræðslu- og menningarnefnd varðandi uppbyggingu og fjármögnun ljósmyndadeildar við Hérðasskjalasafnið.
Byggðarráð samþykkir að Héraðsskjalasafnið taki lán að upphæð kr. 5.000.000,- til fimm ára til að mæta kostnaði við uppbyggingu ljósmyndasafns enda verði kostnaður vegna þess greiddur af sértekjum safnsins.
 
Áskell Heiðar Ásgeirsson vék af fundi.
 
    4.    Sveitarstjóri lagði fram stöðuyfirlit yfir rekstur fyrstu átta mánuði ársins
 
    5.    Eignasjóður
a)      Lagt fram erindi frá Jóni Ormari Ormssyni.
Byggðarráð samþykkir erindið.
 
    6.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf dagsett 17. september 2004, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ráðstefnu um Staðardagskrá 21.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1457.