Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

283. fundur 12. október 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 281 – 12.10. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 12. október kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1300.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Verksamningur við Jarðfræðistofuna Stapa ehf. v/umhverfisrannsókna í tengslum við nýjan sorpförgunarstað
                  2.            Málefni Rafveitu Sauðárkróks
                  3.            Fjárhagsáætlun 2005
                  4.            Erindi íbúa Lindargötu 17, Sauðárkróki
                  5.            Trúnaðarmál
                  6.            Fundargerð starfskjaranefndar 7. október 2004
                  7.            Eignasjóður
a)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 18, Sauðárkróki
                  8.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð samstarfsnefndar um sorpförgun á Norðurlandi vestra
b)      Bréf frá Öldunni-stéttarfélagi
c)      Bréf frá Fuglavernd
d)      Bréf frá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf.
e)      Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Lagður fram verksamningur við Jarðfræðistofuna Stapa ehf. vegna umhverfisrannsókna í tengslum við nýjan sorpförgunarstað fyrir Norðurland vestra.
Byggðarráð samþykkir að fá Bjarna Maronsson fulltrúa sveitarfélagsins í samstarfsnefnd um sorpförgun á Norðurlandi vestra og Hallgrím Ingólfsson sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á næsta fund til viðræðu um málið.
 
    2.    Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi tillögu:
“Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar taki til skoðunar söluferli Rafveitu Sauðárkróks og hvernig ákvæði sölusamningsins hafi verið uppfyllt.”
Byggðarráð samþykkir tillöguna.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu hennar.
 
    3.    Sveitarstjóri kynnti áætlun um tímasetningu vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2005. Áætlað er að fjárhagsramma verði úthlutað af byggðarráði ekki síðar en 26.10. 2004.
 
    4.    Lagt fram erindi frá íbúum Lindargötu 17, Sauðárkróki.  Málið áður á dagskrá byggðarráðs 29. júní 2004.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri og tæknideild sveitarfélagsins kanni úrræði til að leysa vandamál vegna vatnsaga.
 
    5.    Sjá trúnaðarbók.
 
    6.    Lögð fram til kynningar fundargerð starfskjaranefndar frá 7. október 2004.
 
    7.    Eignasjóður.
a)      Lagt fram tilboð í fasteignina Jöklatún 18, Sauðárkróki að upphæð kr. 8.000.000 frá Sigurlaugu Konráðsdóttur.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
 
    8.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um sorpförgun á Norðurlandi vestra.
b)      Lagt fram afrit af bréfi frá Öldunni – stéttarfélags til Fjölbr.skóla Nl. vestra, dagsett 6. október sl. varðandi samning um starfsemi Geymslunnar.
c)      Lagt fram bréf frá Fuglavernd, dagsett 5. október 2004, varðandi fyrirhugaða Villinganesvirkjun.
d)      Lagt fram bréf frá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf., dagsett 29. september 2004, varðandi Villinganesvirkjun.
e)      Lagt fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dagsett 6. október 2004, þar sem varað er við virkjanaframkvæmdum í Skagafirði.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1503.