Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

312. fundur 09. ágúst 2005
 
Fundur  312
9. ágúst 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 9. ágúst kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Helgi Þór Thorarensen, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
Auk þess sátu fundinn Ársæll Guðmundsson og Margeir Friðriksson
 

Fundarritari var Margeir Friðriksson

 
 
Lagt fram
 
1.
Ferðaþjónustuaðilar Bakkaflöt og Lýtingsstöðum
 
 
Mál nr. SV050131
 
 
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Samkeppniseftirlitsins til ferðaþjónustuaðila að Bakkaflöt og Lýtingsstöðum, dagsett 2. ágúst 2005 varðandi sveitarfélagið.
 
 
 
 
2.
Heimild fyrir tjaldsvæði á Nöfum
 
 
Mál nr. SV050134
 
 
Tillaga frá formanni byggðarráðs og sveitarstjóra til byggðarráðs.
Undirritaðir leggja til við byggðarráð að heimila umhverfis- og tæknisviði að hefja vinnu við skipulagningu tjaldsvæðis á Nöfunum ofan Sundlaugar Sauðárkróks.  Einnig að reiknað verði með framkvæmdakostnaði við uppbyggingu tjaldsvæðisins við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2005 og við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2006 með það fyrir augum að hægt verði að taka tjaldsvæðið í notkun á árinu 2006.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
 
 
 
 
3.
Innröðun slökkviliðsmanna hjá Brunavörnum Skagafjarðar
 
 
Mál nr. SV050130
 
 
Erindi frá samstarfsnefnd LN og LSS varðandi innröðun slökkviliðsmanna hjá Brunavörnum Skagafjarðar. Dagsett 15. júní 2005. Meðfylgjandi eru drög að afgreiðslu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu á drögum að svari. Helgi Thorarensen óskar bókað að hann taki ekki afstöðu til málsins.
 
 
 
 
4.
Ósk um kaup á Stórhóli
 
 
Mál nr. SV050132
 
 
Erindi dagsett 27. júlí 2005 frá Þórarni Guðna Sverrissyni og Sigrúnu Helgu Indriðadóttur um umsögn sveitarfélagsins vegna kaupa á jörðinni Stórhól í Skagafirði, skv. 36.gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Á jörðinni Stórhól hafa ábúendur jarðarinnar Þórarinn Guðni Sverrisson og Sigrún Helga Indriðadóttir haft jörðina í ábúð.  Eiga þau þar  lögheimili og hafa ábúendur setið jörðina vel og mælir byggðarráð með því að þeir fái jörðina keypta.
 
 
 
 
5.
050722 Fundargerð Skipulags- og bygginganefndar
 
 
Mál nr. SV050136
 
 
Fundargerð Skipulags- og bygginganefndar frá 22. júlí 2005.  Fundargerðin er í 15 dagskrárliðum.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 1. liðar.
 
 
 
 
6.
050803 Fundargerð Samgöngunefndar
 
 
Mál nr. SV050135
 
 
Lögð fram fundargerð Samgöngunefndar frá 3. ágúst 2005.  Fundargerðin er i fimm dagskrárliðum.
Byggðarráð samþykkir fundargerðina.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Heilbrigðisnefnd - fundargerð
 
 
Mál nr. SV050139
 
 
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 3. ágúst 2005, lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í fjórum dagskrárliðum.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
8.
Sorpförgun fyrir Norðurland vestra. Tillaga að matsáætlun
 
 
Mál nr. SV050102
 
 
Ósk um umsögn um tillögu matsáætlunarinnar.  Áður á dagskrá byggðarráðs 5. júlí sl.
Byggðarráð samþykkir þessar tillögur að matsáætlun.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað:#GLÍ matsskýrslunni (bls. 2-3 og 18) kemur fram að ákveðið sé að fyrirhugað sorprðunarsvæði í landi Kolkuóss verði ekki með og það hafi verið dregið út úr ferlinu.  Formleg samþykkt um að svæðið skuli dregið út úr hefur ekki verið gerð í sveitarstjórn. Því tel ég augljóst að svæðið eigi enn að vera með.  Þá kemur fram á bls. 4 að gert sé ráð fyrir sorpflokkunarstöð í malarnámum við Gönguskarðsá.  Undirrituðum er ekki ljóst hvar sú ákvörðun var tekin, því greiði ég atkvæði á móti afgreiðslunni.#GL
Bjarni Jónsson óskar bókað: #GLMikilvægt er að leiða til lykta staðarval fyrir sorpförgun á Norðurlandi vestra.  Það má vera ljóst að takmarkaður áhugi er fyrir því á svæðinu að gera Brimnes eða Kolkuós að sorpsvæði fyrir landshlutann þó að þeirra staða sé getið í tillögu að matsáætlun fyrir sorpförgun á Norðurlandi vestra.  Jafnframt myndi slík starfsemi ekki samræmast þeirri uppbyggingu sem á sér þar nú stað á sviði skógræktar, fornleifarannsókna, menningartengdrar ferðaþjónustu og annarar vistvænnar starfsemi.  Skerpa þarf á lífríkisrannsóknum í tengslum við matið og benda má á í því sambandi að ekki hefur verið sinnt athugasemdum um að kanna möguleg áhrif sorpförgunar á Kolkuóssvæðinu á lífríki Hjaltadalsár og Kolku#GL.
 
 
 
 
9.
Erindi frá Fél-tóm, hljóðkerfi
 
 
Mál nr. SV050133
 
 
Erindi frá formanni félags- og tómstundanefndar dagsett 5. ágúst 2005 um heimild til samninga vegna kaupa og uppsetningar á hljóðkefi fyrir íþróttamannvirki á Sauðárkróki.
 Byggðarráð samþykkir að heimila félags- og tómstundanefnd að ganga til samninga um hljóðkerfið á grundvelli tillögu nefndarinnar, enda rúmist fjárútgjöldin innan fjárheimilda.
 
 
Lagt fram
 
10.
Heildarmat á framkvæmt gildandi byggðaáætlunar 2002-2005
 
 
Mál nr. SV050107
 
 
Erindi frá þróunarsviði Byggðastofnunar, dagsett 15. júní 2005, þar sem farið er fram á mat sveitarfélagsins á framkvæmd byggðaáætlunar 2002 - 2005.
Byggðarráð telur eðlilegt að erindinu sé svarað af hálfu SSNV.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
11.
Rekstarstyrkir til björgunarsveita
 
 
Mál nr. SV050137
 
 
Lögð fram tillaga um að skipting rekstrarstyrkja til björgunarsveita í Skagafirði verði eftirfarandi árið 2005:  Skagfirðingasveit á Sauðárkróki kr. 600.0000, Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð kr. 450.000 og Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi kr. 450.000.  Fjárveitingin er tekin af málaflokki 07890.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
12.
Reglugerð um úthlutun byggðakvóta
 
 
Mál nr. SV050138
 
 
Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 5. ágúst 2005 varðandi úthlutun byggðakvóta.  Vísað er í reglugerð nr. 723 frá 4. ágúst 2005 um ráðstöfun á 4.010 þorskígildistonnum til stuðnings  byggðarlögum fiskveiðiárið 2005/2006. (vefslóð http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/2004_2005/nr/1021)
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
13.
Kaupsamningur við Svavar Jónsson
 
 
Mál nr. SV050140
 
 
Lagður fram kaupsamningur við Svavar Jónsson um kaup á erfðafestulandi á Nöfum við Sauðárkrók. Þjóðskrárnúmer landsins er 9999-0330 og stærð 0,7 ha.  Kaupverð kr. 176.080.
Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn.
 
 
Lagt fram
 
14.
Umsögn um umsókn gistiheimili Hólaskóla
 
 
Mál nr. SV050141
 
 
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 29. júlí 2005 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hólaskóla um leyfi til að reka gistiheimili í húsnæði skólans og smáhýsum tengdum honum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:05
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar