Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

315. fundur 06. september 2005
 
Fundur  315
6. september 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 6. september kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson
Auk þess sat fundinn Ársæll Guðmundsson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Flugvellir í umdæmi sveitarstjórnarinnar
 
 
Mál nr. SV050168
 
 
Bréf frá Flugmálastjórn, dagsett 29. ágúst 2005, varðandi flugvelli í umdæmi sveitarstjórnarinnar.  Nánar tiltekið Alexandersflugvöll við Sauðárkrók.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi umsögn:
#GLMeð vísun til bréfs Flugmálastjórnar Íslands dagsett 29. ágúst 2005 skal tekið fram að sveitarstjórnin felst á rekstur flugvallarins á vegum Flugmálastjórnar Íslands án athugasemda.#GL
 
 
 
 
2.
Götulýsing á Skagafjarðarvegi við Varmalæk
 
 
Mál nr. SV050170
 
 
Bréf frá Vegagerð ríkisins, dagsett 22. ágúst 2005, varðandi götulýsingu við Varmalæk í Skagafirði.  Óskar Vegagerðin eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins til að vinna að málinu með Vegagerðinni.
Byggðarráð fagnar jákvæðum viðbrögðum við erindi sveitarfélagsins og tilnefnir Hallgrím Ingólfsson sviðsstjóra umhv.- og tæknisviðs sem fulltrúa sveitarfélagsins.
 
 
 
 
3.
Umsókn um þátttöku í verkefninu Hestafulltrúi Skagafjarðar
 
 
Mál nr. SV050167
 
 
Erindi frá Árna Gunnarssyni, dagsett 30. ágúst 2005, f.h. aðstandenda verkefnisins Hestafulltrúi Skagafjarðar, þar sem sótt er um árlegan styrk frá sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og að óska eftir því að fá fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Hestamiðstöðvar Íslands á fund til að ræða málefni HMÍ.
 
 
 
 
4.
Bréf til sveitarfélaga vegna hundamála
 
 
Mál nr. SV050172
 
 
Lagt fram bréf frá Hundaræktarfélagi Íslands dagsett 24. ágúst 2005 varðandi hundahald í sveitarfélögum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfisnefndar.
 
 
Lagt fram
 
5.
Yfirlit yfir úthlutun og gr. framlaga v.fasteignaskattsjöfnunar 2005
 
 
Mál nr. SV050169
 
 
Yfirlit yfir framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árið 2005 vegna fasteignaskattsjöfnunar.  Framlag sjóðsins til sveitarfélagsins er kr. 77.397.073.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2005
 
 
Mál nr. SV050171
 
 
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 31. ágúst 2005, um boðun næstu fjármálaráðstefnu sambandsins, sem haldin verður 10. og 11. nóvember nk. í Reykjavík.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:30
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar