Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

343. fundur 25. apríl 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  343 - 25. apríl 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 25. apríl kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð - styrkumsókn
 
 
Mál nr. SV060185
 
Guðmundur Guðmundsson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð, kom til fundar vegna styrkumsóknar sem var á dagskrá byggðarráðs 4. apríl sl.  Vék hann svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja sveitina til tækjakaupa um kr. 1.000.000 á árinu 2006.  Fært á málaflokk 07 og fjárþörf mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
 
 
2.
Björgunarsveitin Grettir - beiðni um styrk
 
 
Mál nr. SV060184
 
Jón Einar Kjartansson fulltrúi Björgunarsveitarinnar Grettis, Hofsósi  kom til fundar vegna styrkumsóknar sem var á dagskrá byggðarráðs 4. apríl sl.  Vék hann svo af fundi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja sveitina til tækjakaupa um kr. 1.000.000 á árinu 2006.  Fært á málaflokk 07 og fjárþörf mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
 
Lagt fram
 
3.
Skagafjarðarveitur ehf og gagnaveita
 
 
Mál nr. SV060218
 
Undirbúningur stofnunar fyrirtækis um gagnaveitu í Skagafirði skv. bókun byggðarráðs á síðasta fundi.  Sigrún Alda Sighvats formaður stjórnar Skagafjarðarveitna ehf og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs komu til viðræðna um málið.  Viku þau svo af fundi.
Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls þar til nánari útreikningar liggja fyrir.
 
Erindi til afgreiðslu
 
4.
Styrkir til framboða vegna sveitarstjórnarkosninganna 2006
 
 
Mál nr. SV060223
 
Tillaga um framlag til framboða í sveitarstjórnarkosningunum 2006.
Byggðarráð samþykkir að veita hverjum framboðslista í sveitarstjórnarkosningunum 2006, kr. 100.000 í beinan fjárstyrk til kynningar á stefnumálum.  Fjármunirnir teknir af málaflokki 21110.
 
 
 
 
5.
Laun Vinnuskólans sumarið 2006
 
 
Mál nr. SV060224
 
Bókun Félags- og tómstundanefndar frá 21. mars 2006 um laun barna í vinnuskólanum sumarið 2006.
Byggðarráð samþykkir tillögu Félags- og tómstundanefndar um laun vinnuskólanema, en telur rétt að miða tímalaun frekar við launaflokk 107, 3ja þrep skv. eftirfarandi:
Börn í 10. bekk fái 62,25#PR, kr. 437 pr. klst.
Börn í 9. bekk fái 53,42#PR, kr. 375 pr. klst.
Börn í 8. bekk fái 44,44#PR kr. 312 pr. klst.
 
 
6.
Sjávarleður ehf - aðalfundarboð
 
 
Mál nr. SV060227
 
Lagt fram boð um aðalfund Sjávarleðurs ehf sem haldinn verður á Kaffi Króki, 2. maí 2006.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
Rekstraryfirlit jan. feb. 2006
 
 
Mál nr. SV060226
 
 
 
8.
Greinargerð v. 3ja ára rekstrar- og frkv.áætlunar
 
 
Mál nr. SV060222
 
Greinargerð sveitarstjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga vegna 3ja ára áætlunar 2007 - 2009.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:35
Margeir Friðriksson , ritari fundargerðar