Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

356. fundur 05. september 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  356 - 5. september 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 5. september kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í fundarsal Árskóla á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og áheyrnarfulltrúi Gísli Árnason.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Lánsfjármögnun
 
 
Mál nr. FS060013
 
Tilboð Lánasjóðs sveitarfélaga um lánskjör á lánum í íslenskum krónum:  150 mkr. verðtryggt til 16 ára, fastir vextir 4,75#PR. Árlegar afborganir. Engin uppgreiðsluheimild.
25 mkr. verðtryggðar til 10 ára, breytilegir vextir, nú 4,40#PR. Árlegar afborganir.  Innágreiðsla og uppgreiðsla heimil.
Byggðarráð samþykkir tilboð um lánskjör og vísar til sveitarstjórnar.
 
 
2.
Frumvarpsdrög til laga um mannvirki  og skipulagslög.
 
 
Mál nr. SV060380
 
Lögð fram umsögn skipulags- og bygginganefndar frá 31. ágúst 2006 um frumvarpsdrögin.  Áður á dagskrá byggðarráðs 11. júlí 2006.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að minnispunktar skipulags- og byggingafulltrúa verði grunnur að athugasemdum sveitarfélagsins við fyrirliggjandi frumvarpsdrög. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma athugasemdunum á framfæri við Umhverfisráðuneytið.
 
 
3.
Hvammur á Laxárdal - kaup ábúanda á jörðinni
 
 
Mál nr. SV060366
 
Lagt fram afrit af bréfi frá landbúnaðarráðuneytinu, dagsett 12. júlí 2006 til Guðmundar Vilhelmssonar.  Málið áður á dagskrá byggðarráðs 4. júlí sl.
Byggðarráð áréttar fyrri bókun um að Guðmundur hafi lögheimili og fasta búsetu í Hvammi og mælt sé með því að hann fái jörðina keypta og felur sveitarstjóra að svara Landbúnaðarráðuneytinu.
 
 
4.
Reglur um niðurgreiðslu sveitarfél. á daggæslu í heimahúsum
 
 
Mál nr. SV060421
 
Lagt fram bréf frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs varðandi samþykkt félags- og tómstundanefndar frá 29. ágúst sl. á  reglum um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum.
Byggðarráð samþykkir reglurnar.
 
 
5.
Útgáfumál - kynningarbæklingur
 
 
Mál nr. SV060420
 
Á fundi Atvinnu- og ferðamálanefndar Skagafjarðar 30.08.2006 ákvað nefndin að endurprenta kynningarbækling fyrir Skagafjörð. Samþykkt var að óska eftir fjárheimildum frá Byggðarráði til þess.  Áætlaður kostnaður er 209.000 án vsk.
Byggðarráð samþykkir erindið og verði fjármunir teknir af lið atvinnu- og ferðamála.
 
Lagt fram
 
6.
Steinsstaðir, frístundabyggð - lóðarumsókn
 
 
Mál nr. SV060422
 
Á fundi Skipulags- og bygginganefndar hinn 31.08.2006 var svofelld bókun gerð:     
#GLSteinsstaðir frístundabyggð - lóðarumsókn. Ásgeir Höskuldsson kt. 170736-7619 ítrekar lóðarumsókn sína um lóð undir frístundahús á skipulögðu svæði fyrir frístundabyggð á Steinsstöðum. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í umsókn Ásgeirs, en bendir á að lóðin sem hann sækir um er ekki byggingarhæf í dag. Því er hér með vísað til Byggðarráðs og gerðar næstu fjárhagsáætlunar að lóðirnar verði gerðar byggingarhæfar á vordögum 2007. Erindi Ásgeirs verður afgreitt að lokinni gerð fjárhagsáætlunar.#GL
Byggðarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
 
Erindi til afgreiðslu
 
7.
Sáttmáli til sóknar í skólum í Skagafirði
 
 
Mál nr. SV060325
 
Tilkynnt um formlega undirritun sáttmálans föstudaginn 8. september 2006.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Geitagerði - samn. um nytjaskógrækt
 
 
Mál nr. SV060403
 
Áður á dagskrá byggðarráðs 15. ágúst 2006.  Bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 21. ágúst sl.:
#GLSkógræktarjörðin Geitagerði.  Lagður er fyrir samningur milli Norðurlandsskóga og eigenda Geitagerðis landnúmer 145973 um nytjaskógrækt á jörðinni. Lagt fram til kynningar.#GL
 
9.
Málefni Eignasjóðs
 
 
 
Elsa Jónsdóttir, sviðsstjóri Eignasviðs, kom nú á fundinn. Málefni Eignasjóðs rædd.
Lagður fram listi yfir leiguíbúðir.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10,10.  Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar.