Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

372. fundur 12. desember 2006
               Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  372 - 12. desember 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 12. desember kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Árnason.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Gunnar Bragi Sveinsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Fjárhagsáætlun 2007
 
 
Mál nr. SV060653
 
Farið yfir breytingatillögur á fjárhagsáætlun næsta árs og forsendur þriggja ára áætlunar 2008 - 2010.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn til viðræðu um Byggðasögu verkefnið.  Vék hann svo af fundi.
Bjarni Egilsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.
 
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2007 með áorðnum breytingum til síðari umræðu í sveitarstjórn.  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá grunni þriggja ára áætlunar 2008-2010 í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu.
 
Bókun:
Undirritaður mótmælir þeim hugmyndum, sem fram koma í fjárhagsáætlun meirihlutans, um breytingar og skerðingu á starfsemi grunnskólanna út að austan. Þetta er ekki í samræmi við yfirlýst markmið við gerð þessarar fjárhagsáætlunar, sem var að sýna aðhald án þess að skerða þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Á sama tíma ber þessi áætlun með sér að meirihlutanum hefur ekki tekist með heildrænum hætti að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins, s.s. kostnað við yfirstjórn þess, sem dæmi þá gerir þessi áætlun ráð fyrir hækkun nefndarlauna sveitarfélagsins um 41#PR á milli ára.
Gísli Árnason
 
 
2.
Vínv.leyfi - umsókn Videosports v.Ólafshúss
 
 
Mál nr. SV060650
 
Borist hefur umsókn Videosports ehf. um leyfi til áfengisveitinga í Ólafshúsi.  Óskast leyfið veitt til tveggja ára, þ.e. frá 01.01. 2007 til 31.12. 2008.
Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita leyfið til tveggja ára samkvæmt umsókninni.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:30
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar