Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

380. fundur 20. febrúar 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  380 - 20. febrúar 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 20. febrúar kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Minnisvarði um Jónas Kristjánsson lækni
 
 
Mál nr. SV070105
 
Í tilefni 70 ára afmælis Náttúrulækningafélags Íslands, sem stofnað var á Sauðárkróki 5. júlí 1937, hyggst félagið reisa minnisvarða um Jónas Kristjánsson, lækni, og samferðamenn hans á Sauðárkróki.  Er þess farið á leit við sveitarfélagið að það styðji við verkefnið með því að sjá um framkvæmd við jarðvegsvinnu og frágang, þ.m.t. hellulögn við minnisvarðann.  
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til Skipulags- og bygginganefndar. Tæknideild sveitarfélagsins falið að meta þann kostnað, sem snýr að sveitarfélaginu
 
 
2.
XXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
 
 
Mál nr. SV070107
 
Boðað er til XXI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga föstudaginn 23. mars n.k. í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík.
Kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins eru Bjarni Egilsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson. Framkvæmdastjóri sveitarfélagsins hefur seturétt með málfrelsi og tillögurétti.
 
 
3.
Ársfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands
 
 
Mál nr. SV070108
 
Stjórn Lífeyrissjóðs Norðurlands boðar til ársfundar sjóðsins föstudaginn 9. mars n.k. í Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit.
Fjármálastjóri sveitarfélagsins, Margeir Friðriksson, er kjörinn fulltrúi á ársfund lífeyrissjóðsins.
 
 
4.
Félagsheimilið Höfðaborg - fasteignagjöld 2007
 
 
Mál nr. SV070109
 
Borist hefur erindi frá húsnefnd Félagsheimilisins Höfðaborgar þar sem farið er fram á niðurfellingu fasteignagjalda um 50#PR vegna starfsemi grunnskóla og tónlistarskóla í húsinu.
Byggðarráð samþykkir að fasteignaskattsálagning á Félagsheimilið Höfðaborg verði reiknuð þannig að B álagning verði reiknuð í níu mánuði ársins 2007 og C álagning verði reiknuð þrjá, vegna þess tíma sem það er nýtt sem skólahúsnæði.
 
 
5.
Vinabæir - vinnufundur í Kristianstad
 
 
Mál nr. SV070110
 
Borist hefur bréf frá vinabænum Kristianstad í Svíþjóð þar sem boðað er til vinnufundar 11. - 12. apríl n.k.
Um er að ræða vinnufund um undirbúning vinabæjarmótsins næsta sumar þar sem þema mótsins verður: #GLsveitarfélagsþróun/samfélagsþróun#GL samkvæmt ákvörðun þar um, sem tekin var á vinabæjamótinu sem haldið var hér s.l. sumar.
Sveitarstjóra falið að skoða málið nánar.
 
 
6.
Ahugasemd frá sveitarstj.fulltr. Sjálfstæðisflokks
 
 
Mál nr. SV070111
 
Borist hefur bréf frá sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þar sem þeir gera formlega athugasemd við það hvernig fréttir af málefnum sveitarstjórnar eru fram settar á heimasíðu sveitarfélagsins.  Líta þeir svo á að fréttadálkur heimasíðu sveitarfélagsins sé vettvangur allrar sveitarstjórnarinnar en ekki áróðursvettvangur meirihlutans eða opinn fjölmiðill #GLúti í bæ#GL.  Fulltrúarnir nefna tvö nýleg dæmi sem hreinan áróður meirihlutans; #GLfrétt#GL um skólamálin út að austan þar sem hvergi er getið afstöðu minnihlutans og #GLfrétt#GL um byggingu leikskóla, sem er enn á hugmyndastigi meirihlutans og sveitarstjórn sem slík ekkert komið nálægt málinu.  Einnig telja fulltrúarnir fyllstu ástæðu til þess að tekið verði fyrir á vettvangi sveitarstjórnarinnar með hvaða hætti upplýsingar skulu birtar á heimasíðu, #GLfréttasíðu#GL sveitarfélagsins, þá bæði hvað skuli birta og hvernig.
 
Bjarni Jónsson óskar bókað:
“Meðferð meirihlutans á heimasíðu sveitarfélagsins sem upplýsingaveitu og fréttamiðils hefur verið forkastanleg að undanförnu og einkennst af einhliða málflutningi og rangfærslum, sem ætlað hefur verið að slétta úr klúðursmálum meirihluta Samfylkingar og Framsóknar. Mikilvægt er að úr því verði bætt.”
 
Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar leggja fram bókun:
“Heimasíða sveitarfélagsins er opin öllum fréttum, jákvæðum og neikvæðum.
Jákvæðar fréttir virðast þó fara fyrir brjóstið á fulltrúum minnihlutans.  Meirihluti sveitarstjórnar hefur ekki í hyggju að liggja á slíkum fréttum.
Fréttadálkur heimasíðunnar endurspeglar ákvarðanir sem teknar eru af sveitarstjórn ásamt öðrum málum sem í gangi eru í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Samfylkingar ber ábyrgð á rekstri sveitarfélagsins og er því ekki óeðlilegt að fréttir endurspegli ákvarðanir sem meirihlutinn tekur hverju sinni.”
 
Bjarni Egilsson óskar bókað:
“Ég árétta þá skoðun mína að fréttadálkur heimasíðu sveitarfélagsins endurspegli á hlutlausan hátt afgreiðslur sveitarstjórnar og annað það, sem gerist á vettvangi sveitarfélagsins, en sé ekki notaður sem beinn áróðursvettvangur meirihlutans og vona að umræða um þetta mál leiði til samkomulags meiri- og minnihluta um hvernig heimasíðan verður notuð framvegis.”


 
 
7.
Þriggja ára áætlun 2008 - 2010.
 
 
Mál nr. SV070104
 
Áfram unnið með gögn vegna þriggja ára áætlunar 2008-2010.
 
Helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins.
Mörg brýn verkefni bíða þess að komast í framkvæmd en því miður verður ekki unnt að framkvæma þau öll á yfirstandandi kjörtímabili. Ljóst er að bygging nýs leiksskóla á Sauðárkróki ásamt því að byggja við Árskóla verða fjárfrekustu verkefni kjörtímabilsins. Vonir standa til þess að framkvæmdir við nýjan leikskóla geti hafist á þessu ári og rekstrarlegra áhrifa gæti frá og með 2008. Þá gerir meirihlutinn ráð fyrir að á árinu 2007 verði lokið við undirbúning og hönnun viðbyggingar við Árskóla þannig að framkvæmdir geti hafist snemma árs 2008. Þar sem ekki er ljóst hvaða leiðir verða farnar við fjármögnun þessara framkvæmda er ekki unnt að gera ráð fyrir áhrifum þeirra í fjárhagsáætlun áranna 2008 - 2010. Sú áætlun verður endurmetin um leið og fjármögnunarleiðin liggur fyrir.
Mörg önnur verkefni verður leitast við að fara í á kjörtímabilinu þau helstu er áhrif geta haft á fjárhagsáætlun 2008 - 2010 eru þessi:
-           Menningarhúsið Miðgarður
-           Gatnagerð
-           Tjaldsvæði á Sauðárkróki
-           Sorpförgun og vinnsla ásamt öðrum umhverfismálum
-           Fráveitumál
-           Hafnarmál á Hofsósi og Sauðárkróki
-           Skipulagsmál þéttbýliskjarna
-           Aðrar framkvæmdir í skólamálum en hér að framan greinir
-           Hús frítímans
-           Fegrun sveitarfélagsins
-           Frekari uppbygging háskólanáms
-           Atvinnumál
-           Viðhald fasteigna
Ekki má gleyma því að aðstæður og verkefni geta breyst verulega á þessum tíma. Ef vonir um eflingu Hólastaðar og fólksfjölgun þar verða að veruleika má búast við að þar verði nauðsynlegt að bæta úr aðstöðu er varðar skólahald og aðra slíka þjónustu. Skoða verður möguleika sem skapast með hitaveitu á Hofsósi og nágrenni. Þá er gert ráð fyrir að tekin verði ákvörðun um framtíð sundlaugar Sauðárkróks.
Skipulega verður unnið að eflingu samfélagsins alls og reynt að mæta þörfum þéttbýlis og dreifbýlis eins og kostur er.
 
Farið var yfir forsendur þriggja ára áætlunar og henni síðan vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Kvörtun um ágang hrossa frá Nesi
 
 
Mál nr. SV070112
 
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi, dagsettu 12. febrúar 2007, frá lögfræðistofunni Landslög, til Gunnlaugs Pálssonar, Nesi í Fljótum.  Efni bréfsins er umkvörtun vegna ágangs hrossa frá Nesi á jarðirnar Neskot og Krakavelli.
 
 
9.
Bjartari framtíð - skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar
 
 
Mál nr. SV070113
 
Bjartari framtíð - skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar um 13 alþjóðasamninga um náttúru- og menningarumhverfi.  Skýrslan liggur frammi til kynningar í Ráðhúsinu.
 
10.
Nýframkvæmdir og viðhaldsframkvændir Eignasjóðs 2007
 
 
Mál nr. SV070114
 
Lagður fram til kynningar listi yfir nýframkvæmdir og viðhald.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:55.  Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar