Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

391. fundur 30. maí 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  391 - 30. maí 2007
 
Ár 2007, miðvikudaginn 30. maí kl. 15:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Skólamál - úrbætur í húsnæðismálum leikskóla og grunnskóla
 
 
Mál nr. SV070132
 
Nýbygging leikskóla á Sauðárkróki.  Lögð fram drög að samkomulagi um byggingu og leigu leikskólamannvirkis á Sauðárkróki.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar samþykkja fyrirliggjandi drög að samkomulagi við félag í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Bjarni Egilsson greiðir atkvæði á móti.
 
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks Bjarni Egilsson og Gísli Árnason fulltrúi VG leggja fram eftirfarandi tillögu:
#GLByggðaráð samþykkir að kanna eftirfarandi kosti til að fjármagna og framkvæma byggingu fyrirhugaðra skólamannvirkja í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Könnuð verði lánakjör og neðangreindir kostir reiknaðir út og bornir saman.
 
Fjármögnun - lánakjör.
1.      Lánasjóður sveitarfélaga.
2.      Bankalán
3.      Einkaaðilar
Könnuð verði lánakjör og kostir beinnar lántöku eða útboðs á fjármögnun.
 
Framkvæmd verks.
1.      Sveitarfélagið sjálft. Hönnun. Útboð. Hefðbundinn verksamningur. - Hefðbundinn rekstur sveitarfélagsins á byggingunni.
2.      Útboð. Alverksamningur um hönnun og byggingu hússins. Hefðbundinn rekstur sveitarfélagsins á byggingunni.
3.      Einkaframkvæmd. Fjármögnun, hönnun, bygging og rekstur hússins. - Leigusamningur til x ára.
4.      Einkaframkvæmd. Fjármögnun, bygging og rekstur hússins. Sveitarfélagið með hönnun. - Leigusamningur til x ára.
5.      Einkaframkvæmd. Fjármögnun og bygging hússins. Sveitarfélagið með rekstur hússins. - Leigusamningur til x ára.  
6.      Fasteignafélag. Sveitarfélagið og einkaaðilar. Bygging og rekstur hússins. - Leigusamningur til x ára.
 
Við ákvörðun verði valin sú leið sem hagstæðust er fyrir sveitarfélagið.
Gengið verði út frá því í öllum tilfellum að framkvæmdirnar verði boðnar út.
 
Greinargerð.
 
20. júní s.l. samþykkti sveitarstjórn eftirfarandi tillögu um fjármögnun framkvæmda.  #GLSveitarstjórn samþykkir að fela byggðaráði að koma með tillögur um hvernig megi fjármagna framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á sem hagkvæmastan hátt, s.s. skólabyggingar. Nefndin skili tillögum sínum fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar#GL.
 
15. nóv. s.l. var eftirfarandi afgreitt í byggðaráði.
#GLÍ tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og þriggja ára áætlunar þarf að skoða sérstaklega tillögur að nýframkvæmdum sem rætt hefur verið að ráðast þurfi í á næstu árum og mögulegar leiðir til fjármögnunar þeirra.
Formanni byggðaráðs og sveitarstjóra falið að skoða mögulegar leiðir til fjármögnunar nýframkvæmda og leggja tillögur fyrir byggðaráð#GL.
 
8. maí s.l. kynnti sveitarstjóri fyrir byggðaráði hugmynd að einum möguleika til að fjármagna og framkvæma byggingu leikskóla á Sauðárkróki.
Þessi möguleiki hefur nú verið lagður fyrir byggðaráð í formi samnings, án þess að fram komi áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins, án tölulegra upplýsinga um samanburð við aðra kosti og án rökstuðnings um, hvort þetta sé hagkvæmasta leiðin. 
Við athugun á hvernig að svona framkvæmdum er staðið í öðrum sveitarfélögum er augljóst að fleiri kostir koma til greina.
Það eru eðlileg vinnubrögð að byggðaráð láti gera tölulegan samanburð á þeim kostum sem til greina koma og skapa þannig forsendur til að velja þá leið sem hagkvæmust er fyrir sveitarfélagið og íbúa þess.#GL
 
Formaður gerði fundarhlé kl. 15:53.  Fundi síðan fram haldið kl. 16:09.
 
Tillagan borin upp til afgreiðslu og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði Bjarna Egilssonar.
 
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
#GLÁ síðasta kjörtímabili skipaði meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna nefnd til að skoða fjármögnun framkvæmda.  Sú nefnd skilaði ekki af sér þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um.  Málatilbúnaður Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er fullur rangfærslna og er eingöngu til þess fallinn að tefja málið.  Í fjögur ár töfðu þessir flokkar framþróun samfélagsins í Skagafirði.  Nú er nóg komið.#GL
 
Gísli Árnason og Bjarni Egilsson leggja fram svohljóðandi bókun:
#GLÞað er með öllu óverjandi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að semja við einn aðila, í þessu tilfelli Kaupfélag Skagfirðinga eða dótturfélag þess, um framkvæmd af þessari stærðargráðu án þess að aðrir valkostir séu skoðaðir og án útboða.
Bráðabirgðaútreikningar benda til þess að þessi útfærsla sé að lágmarki 55 milljón krónum dýrari en aðrir kostir á samningstímanum.
Hagsmunir sveitarfélagsins eru með öllu fyrir borð bornir ef skrifað er upp á óútfylltan víxil með þessum hætti.#GL
 
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óska bókað:
#GLUmræddir útreikningar eru tillöguflytjenda.#GL
 
 
2.
Tilk. um úthlutun byggðakvóta
 
 
Mál nr. SV070187
 
Lagt fram bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu, dagsett 21. maí 2007 varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2006/2007.  Eftirfarandi aflaheimilidir í þorskígildistonnum komu í hlut eftirtalinna byggðarlaga:
Sveitarfélagið Skagafjörður 57 tonn, Sauðárkrókur 137 tonn, Hofsós 28 tonn.  Samtals 222 tonn.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.
 
 
3.
Fosshótel Áning - umsókn um vínv.leyfi
 
 
Mál nr. SV070277
 
Lögð fram umsókn Renato Grünenfelder, fh. Fosshótels Áningar, kt. 530396-2239 um leyfi til vínveitinga í Heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 1. júní - 31. ágúst 2007.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum vegna umsóknar þessarar.
Byggðarráð samþykkir að veita vínveitingaleyfi fyrir tímabilið 1. júní - 31. ágúst 2007.
 
 
4.
Álfurinn - beiðni um styrk
 
 
Mál nr. SV070292
 
Lagt fram bréf frá SÁÁ þar sem óskað er eftir stuðningi við álfasölu SÁÁ að upphæð kr. 40.000.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
 
5.
Frumvarp v. eigenda og leigjenda lóða - beiðni um umsögn
 
 
Mál nr. SV070293
 
Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneytinu, dagsett 16. maí 2007, þar sem óskað er umsagnar um tillögu að frumvarpi til laga um réttindi og skyldur eigenda og leigjenda lóða í skipulagðri frístundabyggð.  Umsagnarfrestur er til 15. ágúst 2007.
Byggðarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar tæknideildar sveitarfélagsins.
 
 
6.
Hólarannsóknin - erindi og þakkir v/styrkveitingar
 
 
Mál nr. SV060299
 
Lagt fram bréf frá Hólarannsókninni, dagsett 15. maí 2007, þar sem þökkuð er styrkveiting frá sveitarfélaginu til að halda áfram Hólarannsókninni og byggja upp vettvangstengt fornleifafræðinám í Skagafirði, á Hólum í Hjaltadal.  Sveitarstjórn er boðið í kynningarheimsókn við hentugleika til að kynna sér hið viðamikla starf sem fer fram á vettvangi Hólarannsóknarinnar.  Bréfinu fylgir bókin Nytjar í nöfnum, sem er fyrsta ritið í ritröð Hólarannsóknarinnar.
Byggðarráð þakkar fyrir heimboðið og felur sveitarstjóra að finna hentugan tíma til heimsóknar.
 
 
7.
Málefni Eignasjóðs - Austurgata 7, Hofsósi
 
 
Mál nr. SV070295
 
Lagt fram bréf frá Rúnari Páli D. Hreinssyni og Auði Björk Birgisdóttur varðandi fasteignina Austurgötu 7 á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið nánar.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Minnisvarði um Jónas Kristjánsson lækni
 
 
Mál nr. SV070105
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Náttúrulækningafélagi Íslands, dagsett 18. maí 2007 þar sem þakkaður er höfðinglegur fjárstuðningur við gerð minnisvarða um Jónas Kristjánsson lækni.
 
 
9.
Menningarhús - samþ. umræður um uppbyggingu
 
 
Mál nr. SV070182
 
Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 16. maí 2007, þar sem ráðuneytið fellst á beiðni um umræður um uppbyggingu menningarhúsa í Skagafirði verði teknar upp að nýju.
 
 
10.
FNV viðbygging - afstaða Fjallabyggðar
 
 
Mál nr. SV070191
 
Lagt fram til kynningar bréf frá  Fjallabyggð, dagsett 21. maí sl. þar sem fram kemur að Fjallabyggð stefnir að uppbyggingu framhaldsskóla í Ólafsfirði og telur bæjarráð ekki forsendur fyrir því að taka þátt í ferkari uppbyggingu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð harmar afstöðu Fjallabyggðar varðandi þátttöku í viðbygginu við FNV en óskar þeim jafnframt velfarnaðar í uppbyggingu framhaldsnáms í Ólafsfirði.
 
 
11.
Varasjóður húsnæðismála - Ársfundur
 
 
Mál nr. SV070291
 
Lagður fram tölvupóstur frá Varasjóði viðbótarlána, dagsettur 29. maí 2007, þar sem tilkynnt er um ársfund sjóðsins nk. fimmtudag 31. maí, sem verður haldinn á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði.
 
 
12.
Reykir, Hjalt. - tilk. um sölu
 
 
Mál nr. SV070276
 
Lögð fram tilkynning dagsett 16. maí 2007 frá sýslumanninum á Sauðárkróki um sölu á jörðinni Reykjum í Hjaltadal, landnr. 146482.  Seljandi er Landbúnaðarráðherra f.h. jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins og kaupandi Ástvaldur Jóhannesson, Reykjum.
 
 
13.
Æskulýðslög 2007 - bréf Menntamálaráðun
 
 
Mál nr. SV070290
 
Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 16. maí 2007, þar sem tilkynnt er um nýsett æslulýðslög nr. 70/2007 sem koma í stað laga frá árinu 1970.