Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

598. fundur 19. júlí 2012 kl. 09:00 - 11:08 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Umsókn um leyfi til að halda rallykeppni

Málsnúmer 1207103Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, þar sem sótt er um leyfi til að halda rallýkeppni, helgina 27. og 28. júlí 2012. Eknar verða sérleiðirnar:
744 Þverárfjallsvegur,
742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð,
F 752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum,
F 756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal,
Sauðárkrókshöfn og Nafir.

Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.

2.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1207030Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Villa Nova ehf. þar sem sótt er um styrk til að mæta álagningu fasteignagjalda 2012 á fasteignina Aðalgötu 23, Villa Nova, skv. 2. málsgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

Byggðarráð samþykkir að veita styrk sem nemur 30% af fasteignaskatti ársins 2012 skv. 5. gr. reglna sveitarfélagins um styrki til greiðslu fasteignaskatts.

3.Aðalfundarboð 26. júlí

Málsnúmer 1207116Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð frá Flugu ehf. sem fram fer í Reiðhöllinni Svaðastöðum 26. júlí 2012 kl. 20:00
Byggðarráð samþykkir að Viggó Jónsson og Jón Magnússon fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Flugu ehf.
Aðalfulltrúar sveitarfélagins í stjórn Flugu eru: Viggó Jónsson og Jón Magnússon og Hlín Jóhannesdóttir og Guðný Axelsdóttir til vara.

4.Hagræðingaaðgerðir

Málsnúmer 1207119Vakta málsnúmer

Á öðrum fundi núverandi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar sumarið 2010 var rædd brýn þörf á að fara í heildarendurskipulagningu og markvissa endurskoðun á rekstri Sveitarfélagsins. Í ársbyrjun 2011 hófst vinna við skoðun á rekstri Sveitarfélagsins og haustið 2011 var samið við rekstrarráðgjafann Harald Líndal Haraldsson um heildstæða rekstrarúttekt sem hann hefur nú skilað af sér. Í framhaldi af þeirri úttekt og vegna 64.gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, þá mega samanlögð heildarútgjöld vegna A og B-hluta í reikningsskilum sveitarfélaga ekki vera hærri á hverju þriggja ára tímabili en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar í umboði sveitarstjórnar, samþykkir að fara í hagræðingaraðgerðir og stjórnskipulagsbreytingar sem kynntar voru á fundinum. Tillögurnar hafa verið kynntar öðrum sveitarstjórnarfulltrúum sem allir hafi lýst sig fylgjandi breytingunum.

Bæði er um almennar aðgerðir að ræða sem og breytingar á skipuriti sveitarfélagsins. Einn liður í þessum aðgerðum er að ná niður launakostnaði og er eitt af markmiðunum að hann verði orðinn um 57% af heildartekjum árið 2014 en er í dag um 65,9%, sem er óviðunandi. Helstu breytingar eru þær að sviðum verður fækkað úr sjö í þrjú, en þau verða fjármála- og stjórnsýslusvið, veitu- og framkvæmdarsvið og fjölskyldusvið.

Rekstrarformi Skagafjarðarveitna ehf verður breytt og verður það með sama hætti og aðrar B-hluta stofnanir sveitarfélagsins. Sameining verður á Skagafjarðarveitum, þjónustumiðstöð (áhaldahúsi) og eignasjóði. Einnig mun markaðs-og þróunarsvið verða sameinað fjármála-og stjórnsýslusviði.
Atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar-og kynningarnefnd verða sameinaðar í eina nefnd.

Nýtt stjórnskipulag tekur gildi 1.september n.k. Hluti þessara breytinga kalla á breytingar á samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við lög.
Stefnt er að kynningafundi fyrir íbúa sveitarfélagsins í byrjun september n.k. þegar sem flestir verða komnir úr sumarleyfum.

5.Byggingaframkvæmdir við Árskóla

Málsnúmer 1207120Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson fór yfir stöðu mála.

6.Umsóknir um framlög til eflingar tónlistarnámi

Málsnúmer 1207117Vakta málsnúmer

Umsóknir um framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013. Málið er til kynningar í byggðarráði en fer til afgreiðlu í fræðslunefnd.

7.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar SSNV frá 5. júlí 2012 lögð fram til kynningar á 598. fundi byggðarráðs.

8.SKV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201009Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna frá 10. júlí 2012 lögð fram til kynningar á 598. fundi byggðarráðs.

9.Samb.ísl.sveit. Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201011Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 29. júní 2012 lögð fram til kynningar á 598. fundi byggðarráðs

Fundi slitið - kl. 11:08.