Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

638. fundur 10. október 2013 kl. 09:00 - 10:52 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Þorsteinn Tómas Broddason varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá velferðarráðuneytinu um áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma. Sveitarfélaginu er gefinn kostur á að tjá sig um fyrrgreind áform um sameiningu og er óskað eftir að athugasemdir eða ábendingar berist eigi síðar en 15. október n.k.
Byggðarráð vísar erindinu til umræðu og afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar sem hefst eftir þennan fund byggðarráðs.

2.Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2013

Málsnúmer 1309362Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagafrumvarps 2014.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að reyna að fá fund með fjárlaganefnd þriðjudaginn 29. október n.k.

3.Kennslustofa v/Freyjugötu - kauptilboð

Málsnúmer 1310085Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í kennslustofu við Freyjugötu (223-3897), nyrðra húsið, frá Halldóri S. Steingrímssyni, Snorra G. Jóhannessyni og Ragnheiði Halldórsdóttur.
Byggðarráð samþykkir að ganga að fyrirliggjandi kauptilboði.

4.Kennslustofa v/Freyjugötu - kauptilboð

Málsnúmer 1310088Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í kennslustofu við Freyjugötu (223-3897), nyrðra húsið, frá Skotfélaginu Ósmann.
Byggðarráð samþykkir að hafna kauptilboðinu.

5.Kennslustofa v/Freyjugötu - kauptilboð

Málsnúmer 1310086Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í kennslustofu við Freyjugötu (223-3897), syðra húsið, frá Sveini Guðmundssyni og Evelyn Kuhne.
Byggðarráð samþykkir að hafna kauptilboðinu.

6.Kvistahlíð 19 213-1951, kauptilboð

Málsnúmer 1310114Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Kvistahlíð 19 (213-1951) frá Óla Þór Ólafssyni og Auði Eyleif Einarsdóttur.
Byggðarráð samþykkir að ganga að kauptilboðinu.

7.Styrkbeiðni 2013 - Landsbyggðin lifi

Málsnúmer 1310070Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá samtökunum Landsbyggðin lifir um styrk að upphæð 100.000 kr. til að sinna grunnstarfsemi samtakanna, en markmið þeirra er að vera samstarfsvettvangur fyrir félög, áhugamannahópa og einstaklinga sem hafa það að markmiði að styrkja sína heimabyggð og byggð á landinu.
Byggðarráð samþykkir að veita 50.000 kr. styrk til samtakanna af fjárhagslið 21890.

8.Ljósheimar félagsheimili - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1309352Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigrúnar Aadnegard um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Ljósheima, 551 Sauðárkróki. Samkomusalur, flokkur I og gististaður, flokkur III - svefnpokagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

9.Fundargerðir stjórnar SSNV 2013

Málsnúmer 1301012Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar SSNV frá 28. ágúst og 16. september 2013 lagðar fram til kynningar á 638. fundi byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:52.