Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

550. fundur 24. mars 2011 kl. 08:15 - 09:43 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir þurfti að víkja af fundi eftir afgreiðslu 2. liðar dagskrár.

1.Ráðgjafahópur til að fara yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess

Málsnúmer 1010265Vakta málsnúmer

Fulltrúar ráðgjafahópsins, Jón E. Friðriksson, Guðmundur B. Eyþórsson og Guðrún Lárusdóttir komu á fund byggðarráðs og kynntu hugmyndir hópsins um breytingar til hagræðingar í rekstri. Byggðarráð þakkar þeim fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins.

2.Stofnfjáraðili - styrktarumsókn

Málsnúmer 1103049Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sérfræðingunum ses., þar sem sveitarfélaginu er boðið að gerast stofnfjáraðili að félaginu með því að greiða framlag sem nemur 50 krónum pr. íbúa sveitarfélagsins. Markmið félagsins er að koma af stað starfsemi á Íslandi til að nálgast einstaklinga á einhverfurófinu, greina styrkleika þeirra og síðan kenna þeim og þjálfa til virkrar atvinnuþátttöku.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar félags- og tómstundanefndar.

3.Tröð 145932 - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 1103075Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sóleyjar Önnu Skarphéðinsdóttur um rekstrarleyfi fyrir Tröð-Gestahús, Tröð, 551 Sauðárkróki. Gististaður flokkur II.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Samningur um akstur fyrir Dagvist aldraðra 2011

Málsnúmer 1103096Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar samningur við Júlíus R. Þórðarson um akstur fyrir dagvist aldraðra tímabilið 1. janúar - 31. desember 2011. Samningurinn var samþykkur á 170. fundi félags- og tómstundanefndar.

Byggðarráð staðfestir samninginn.

5.Samningur um heimsendingu matar

Málsnúmer 1103124Vakta málsnúmer

Lagður fram til staðfestingar samningur við Júlíus R. Þórðarson og Rósu Adolfsdóttur um akstur vegna heimsendingar matar tímabilið 1. janúar - 31. desember 2011. Samningurinn var samþykkur á 170. fundi félags- og tómstundanefndar.

Byggðarráð staðfestir samninginn.

6.Undirritun samstarfssamnings

Málsnúmer 1103117Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur um væntanlega undirritun samstarfssamnings aðildarsveitarfélaga byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, þann 1. apríl 2011.

Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri undirriti samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 09:43.