Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

700. fundur 25. júní 2015 kl. 18:00 - 18:59 í Miðgarði
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Baldurshagi,Sólvík - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1506151Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 19. júní 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Samstarfs ehf, kt. 660500-2940, um rekstrarleyfi fyrir Veitingastofuna Sólvík í Kvosinni, 565 Hofsós. Veitingastaður, flokkur II. Forsvarsmaður er Dagmar Þorvaldsdóttir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2015 - Safnahús - bókasafn

Málsnúmer 1506168Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2015. Lagt er til að fjárfestingaliður eignasjóðs hækki um sjö milljónir króna og hækkuninni mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.

3.Fjármögnun á brýnum lagfæringum á sal Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1504108Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi varðandi ósk um að gerðar verði lagfæringar á lofti, raflögnum og ljósum Héraðsbókasafns Skagfirðinga í tengslum við þær framkvæmdir sem nú standa yfir við Safnahúsið. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að lagfæringarnar kosti sjö milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framangreint erindi.

4.Hvatning um gróðursetningu í tilefni að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.

Málsnúmer 1506170Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að verða við hvatningunni og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við Skógræktarfélag Skagafjarðar.

5.70 ára afmæli sambandsins

Málsnúmer 1506106Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilurð sambandsins. Í ár eru 70 ár liðin frá stofnþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var í Reykjavík og á Þingvöllum.

Fundi slitið - kl. 18:59.