Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

721. fundur 03. desember 2015 kl. 09:00 - 12:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrá brunavarna 2016

Málsnúmer 1511227Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um eftirfarandi breytingu á gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2016 sem samþykkt var á 116. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Tímagjald skv. 4.gr., 5.gr., 6. gr., 7.gr., 8.gr., 9.gr., 10.gr., 14.gr. og 18.gr. hækkar úr 9.936 kr. í 10.742 kr. pr. klst.

Útkall skv. 5.gr., 7.gr., 11.gr. hækkar úr 39.744 kr. í 43.400 kr.
Öryggisvakt skv. 6.gr. hækkar úr 39.744 kr. í 43.400 kr.
Öryggis- og lokaúttekt, lágmark skv. 9.gr. hækkar úr 19.872 kr. í 21.700 kr.
Umsagnir, fast gjald skv. 11.gr. hækkar úr 9.936 kr. í 13.260 kr.
Umsagnir, tímagjald skv. 11.gr. hækkar úr 9.936 kr. í 13.260 kr.
Önnur verkefni og þjónusta, tímagjald skv. 12.gr., 13.gr., 15.gr., 16.gr. og 17.gr. hækkar úr 18.112. kr. í 19.778 kr.
Fylgd vegna sprengiefnaflutninga og tækjaleiga skv. 14.gr. og 18.gr. lágmark hækkar úr 39.744 kr. í 43.400 kr.
Viðbúnaður, upphreinsun og verðmætabjörgun skv. 15.gr., 16.gr. og 17. gr. lágmark hækkar úr 144.900 kr. í 158.200 kr.

Tækjaleiga:
Körfubifreið hækkar úr 24.452 kr./klst. í 26.701 kr./klst.
Dælubifreið hækkar úr 20.260 kr./klst. í 22.124 kr./klst.

Byggðarráð samþykkir framangreinda gjaldskrá.

Gjaldskrá vegna slökkvitækjahleðslu frá 1. janúar 2016 án vsk.:

Útseld vinna, 10.742 kr.
Mælaleiga, 10.742 kr.
Akstur, 2.295 kr.
Dufttæki 1 - 3 kg. - yfirfarið, 1.124 kr.
Dufttæki 1 - 3 kg. - hlaðið, 2.154 kr.
Dufttæki 6 - 12 kg. - yfirfarið,1.640 kr.
Dufttæki 6 - 12 kg. - hlaðið, 2.936 kr.
Dufttæki 25 - 50 kg. - yfirfarið, 3.647 kr.
Dufttæki 25 - 50 kg. - hlaðið, 5.225 kr.
Léttvatnstæki 6 - 10 lítrar. - yfirfarið, 1.124 kr.
Léttvatnstæki 6 - 10 lítrar. - hlaðið, 3.360 kr.
Vatnstæki 6 - 10 lítrar. - yfirfarið, 1.124 kr.
Vatnstæki 6 - 10 lítrar. - hlaðið, 2.394 kr.
Kolsýrutæki 2 kg. - yfirfarið, 1.783 kr.
Kolsýrutæki 2 kg. - hlaðið, 2.890 kr.
Kolsýrutæki 6 kg. - yfirfarið, 3.562 kr.
Kolsýrutæki 6 kg. - hlaðið, 6.885 kr.
Köfnunarefni (hleðsla á tæki), 484 kr.
Kolsýra (hleðsla á flösku), 846 kr.
Léttvatn A - 27, 2.556 kr.
ABC duft, 1 kg., 553 kr.
Álhimna í dufttæki, 410 kr.
Þéttihringur, duft + CO2, 337 kr.
Innsigli (gult stórt), 269 kr.
Innsigli (Jockel), 202 kr.
Veggfestingar f. slökkvitæki, 337 kr.
Járnsplitti, 280 kr.
Leiðbeiningamiði á tæki, 256 kr.
Öryggi í 2 kg. tæki, 398 kr.
Öryggi, stór í Total, 477 kr.
Duftbyssa, 1.824 kr.
Festing fyrir duftbyssu, 479 kr.
Þéttihringur, gúmmí, 194 kr.
Álhimna gul í duftslökkvitæki, 289 kr.
Kolsýruhorn, 4.197 kr.
Þolreynd kolsýrutæki, 5.235 kr.
Lofthleðsla á kút - 200 bör, 1.032 kr.
Lofthleðsla á kút - 300 bör, 1.215 kr.

Byggðarráð samþykkir framangreinda gjaldskrá.

2.Gjaldskrá Húss frítímans 2016

Málsnúmer 1511178Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans pr. 1. janúar 2016 sem samþykkt var á 226. fundi félags- og tómstundanefndar.

Gjaldskrá leigu:
Barnaafmæli hækkar úr 8.000 kr. í 8.300 kr.
Fundur/ráðstefna styttri en 3 tímar, færri en 50 manns hækkar úr 10.000 kr. í 10.350 kr.
Fundur/ráðstefna lengri en 3 tímar, fleiri en 50 manns hækkar úr 15.000 kr. í 15.500 kr.
Gjald fyrir markaði góðgerðarfélaga/"opið hús", einstaklingar hækkar úr 15.000 kr. í 15.500 kr.
Leiga fyrir veislur eða sambærilegt, hækkar úr 50.000 kr. í 52.000 kr.
Leiga til íþróttafélaga vegna gistingar, pr. nótt á mann, 1.000 kr. (óbreytt)

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

3.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa vegna framkvæmda- og þjónustugjalda.

Málsnúmer 1511176Vakta málsnúmer

Tillaga að gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði sem samþykkt var á 278. fundi skipulags- og byggingarnefndar.

1.gr.

Almenn heimild.
Gjaldtaka vegna framkvæmdaleyfa og vinnu við skipulagsáætlanir byggja á 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gjaldi vegna framkvæmdaleyfa og vinnu við skipulagsáætlanir skal varið til að standa straum af kostnaði sveitarfélagsins við útgáfu framkvæmdaleyfa, gerð skipulagsáætlana, breytingu á þeim og kynningu.
Gjaldskráin byggir á þeirri grunnreglu að aðili sem óskar eftir breytingu á aðal- og/eða deiliskipulagi skuli greiða þann kostnað sem breytingin hefur í för með sér. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýsinga og kynninga vegna málsins. Skipulags- og byggingarnefnd getur ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum sveitarfélagsins er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulagsáætlun þarfnast breytinga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið.
Ef kostanaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða aðkeyptrar vinnu er verulega umfram viðmiðunargjald, vegna umfangs verksins er heimilt að leggja á til viðbótar tímagjald skipulagsfulltrúa sem er 12.000 kr./klst. eða gjald skv. reikningi.


2. gr. Skipulags-, leyfis- og þjónustugjöld.
Vegna vinnu við skipulagsáætlun eða breytingar á henni og/eða annarrar þjónustu skipulagsfulltrúa sem óskað er eftir, skal greiða gjöld, sem gjaldskrá þessi kveður á um.

2.1 Fyrir afgreiðslu umsóknar hjá embættinu skal umsækjandi greiða 16.000 kr.

2.2 Gjald fyrir skipulagsvinnu.
Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað. Fyrir vinnu við skipulagsáætlun eða breytingar á henni að ósk landeiganda eða framkvæmdaraðila og grenndarkynningu á byggingarleyfisumsókn skal greiða eftirfarandi gjöld:
a) Gerð aðalskipulagsgagna vegna breytinga á aðalskipulagi, sbr. 36. gr.laga nr. 123/2010, 125.000 kr.

Viðmiðunargjald, aðkeypt vinna sveitarfélagsins greiðist skv. reikningi.

b) Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna breytinga á aðalskipulagi, sbr. 1. mgr. 36. gr. laga nr. 123/2010. 125.000 kr.

c) Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna breytinga á aðalskipulagi,sbr. 2. mgr. 36. gr. laga nr. 123/2010. 75.000 kr.

d) Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna nýs deiliskipulags, sbr. 2.mgr. 38. gr. laga nr. 123/2010. 125.000 kr.

e) Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna verulegra breytinga deiliskipulags, sbr. 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. 75.000 kr.

f) Umsýslu- og auglýsingakostnaðar vegna óverulegra breytinga deiliskipulags, sbr.2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/ 2010.
55.000 kr.

Vegna aðkeyptrar vinnu við gerð skipulagsáætlunar eða breytingar á henni skal innheimta sérstaklega samkvæmt reikningi.

Gjöld skv. 2.gr. falla í gjalddaga þegar sveitarstjórn hefur samþykkt umsókn landeiganda eða framkvæmdaraðila.

3.gr.
Framkvæmdaleyfi.
Afgreiðslugjald 16.000 kr.
Framkvæmdarleyfisgjald skv. 13 gr. skipulagslaga 123/2010 105.000 kr.
Framkvæmdarleyfisgjald skv. 14 gr. skipulagslaga 123/2010 150.000 kr.

4.gr.
Gjaldskrá þessi sem er samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann. Xxx.xxx2015, er sett með heimild í skipulagslögum nr. 123/2010 og reglugerðum settum á grundvelli þeirra.

Sauðárkróki xxxxxxxxxxxxxxxx 2015.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.

4.Kálfárdalur - 145945 - Umsókn um lóðarstofnun

Málsnúmer 1511223Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóð undir fasteignir í Kálfárdal, landnúmer 145945 í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt frá Stoð verkrfæðistofu, merktur S01 í verki nr. 7747. Einnig samþykkir byggðarráð að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupsamningi við umráðendur íbúðarhússins í Kálfárdal.

5.Lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum

Málsnúmer 1511242Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að lóðarleiga frístundahúsa í skipulögðum sumarhúsahverfum sveitarfélagsins verði 10% af lóðarhlutamati og verði innheimt með fasteignagjöldum frá og með 1. janúar 2016.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

6.Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda 2016

Málsnúmer 1512002Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. janúar 2016 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um Gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 31. desember 2016. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

7.Mótun ehf.

Málsnúmer 1512017Vakta málsnúmer

Málefni fyrirtækisins Mótunar ehf. rædd að ósk Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur.

8.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1507090Vakta málsnúmer

Unnið við fjárhagsáætlun 2016.

9.Þriggja ára áætlun 2017-2019

Málsnúmer 1507091Vakta málsnúmer

Unnið við þriggja ára áætlun 2017-2019.

10.Vinnumarkaðsráð 2015-2019

Málsnúmer 1511245Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um skipun Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra á fulltrúum í Vinnumarkaðsráðs Norðurlands vestra 2015-2019. Hlutverk ráðsins er m.a. að skila skýrslu til stjórnar Vinnumálastofnunar um stöðu atvinnumála í nóvember ár hvert ásamt tillögum um þær vinnumarkaðsaðgerðir sem mælt er með að lögð verði áhersla á árið eftir. Enn fremur skal ráðið vera hlutaðeigndi þjónustustöð Vinnumálastofnunar til ráðgjafar um skipulag og val á vinnumarkaðsúrræðum. Formaður ráðsins er Valgarður Hilmarsson.

11.Rætur bs. - aðalfundur 2015

Málsnúmer 1509106Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá aðalfundar byggðasamlagsins Róta, miðvikudaginn 16. desember 2015 í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Fjallabyggð.

12.Rætur b.s. um málefni fatlaðra - fundargerðir 2015

Málsnúmer 1501005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar Róta bs. frá 30. nóvember 2015.

Fundi slitið - kl. 12:55.