Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

778. fundur 23. mars 2017 kl. 09:00 - 10:16 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál númer 1703288 á dagskrá með afbrigðum.

1.Húsnæðismál Leikfélags Sauðárkróks

Málsnúmer 1703160Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráð komu fulltrúar Leikfélags Sauðárkróks, Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir, Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, Páll Friðriksson auk Árna Gunnarssonar til að ræða húsnæðismál leikfélagsins.

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. mars 2017 varðandi styrkbeiðni frá leikfélaginu.

Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að taka saman upplýsingar varðandi styrkbeiðnina.

2.Brúnastaðir sumarhús - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1701097Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 777. fundar byggðarráðs þann 9. mars 2017. Bókun ráðsins var ekki í samræmi við leiðrétta umsagnarbeiðni.

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. janúar 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1701180. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 9. janúar 2017 frá Stefaníu Leifsdóttur, kt. 210665-3909, Brúnastöðum, 570 Fljót, f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt. 680911-0530 um endurnýjun á leyfi til að reka gististað í flokki II að Brúnastöðum sumarhús, 570 Fljót. Gestafjöldi 10 manns.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Lónkot 146557 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1703222Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. mars 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, úr máli 1703202. Óskað er umsagnar um umsókn dagsetta 16. mars 2017 frá Júlíu Þórunni Jónsdóttur, kt. 221182-4489, Lónkoti, 566 Hofsósi f.h. Lónkot Sveitasetur ehf., kt. 461015-0260, um leyfi til að reka gististað í flokki II og veitingastað í flokki II að Lónkoti, 566 Hofsósi.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 24. mars 2017

Málsnúmer 1703114Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2016. Fundurinn verður haldinn föstudaginn 24. mars 2017. Allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn.

Byggðararáð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

5.Áskorun til sveitarstjórnar og byggðarráðs

Málsnúmer 1703256Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 20. mars 2017 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem stjórn sambandsins skorar á sveitarfélagið að fara að dæmi nokkurra annarra bæjar- og sveitarfélaga og mótmæla opinberlega frumvarpi sem er til umræðu á Alþingi um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggjast gegn því.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill beina því til þingmanna að beita sér gegn því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar og hafnar því alfarið.

Fjöldi fagaðila, þ.m.t. Landlæknir, samtök lækna og heilbrigðisstarfsfólk, hefur stigið fram í kjölfar framlagningar frumvarpsins og mótmælt. Þessir aðilar sem allir vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafa m.a. bent á að rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi, sem verður með mikilli fjölgun sölustaða, leiðir til aukinnar neyslu, meðal annars meðal barna og ungmenna. Við ákvarðanir sem þessar ber ráðamönnum að hlusta á fagaðila sem og almenning en kannanir sýna að meirihluti almennings er á móti framkomnu frumvarpi.

Grettistaki hefur verið lyft er kemur að forvörnum á Íslandi á undanförnum árum, sérstaklega forvarnir er vinna gegn ávana- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna. Sveitarfélagið Skagfjörður hefur lagt mikla áherslu á forvarnarstarf og er svo komið að áfengis- og vímuefnaneysla barna og ungmenna í Sveitarfélaginu Skagafirði hefur stórlega dregist saman og því mikilvægt að þeim góða árangri í forvörnum verði áfram viðhaldið en aukið aðgengi að áfengi og áróður í formi áfengisauglýsinga gengur gegn hugmyndum um forvarnir.

Hugmyndir sem ganga gegn lýðheilsusjónarmiðum og fara þvert gegn ráðgjöf sérfræðinga geta ekki verið farsælar fyrir íslenskt samfélag.

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggst gegn framkomnu frumvarpi.

6.Stuðningur við íþróttastarf

Málsnúmer 1703288Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að veita körfuknattleiksdeild Umf. Tindastóls sérstakan styrk til þess að standa straum af kostnaði við leigu á langferðabifreið undir stuðningsmenn Tindastóls vegna leiks meistaraflokks karla við Umf. Keflavík föstudaginn 24. mars 2017. Styrkurinn verði tekinn af fjárhagslið 21890.

Fundi slitið - kl. 10:16.